Einföld þvottarútína til viðmiðunar
-
Notaðar bleyjur eru geymdar inná baðherbergi eða þvottahúsi í opnu íláti eða góðum geymslupokum sem lofta. Við mælum sterklega með risastórum PUL-geymslupokum en þú getur einnig notað bala, vask eða baðkarið þitt.
Pro tip: Passaðu að hafa geymsluplássið þurrt þ.e.a.s ekki í t.d bala fullann af vatni. Það fer ílla með bleyjurnar.
- Allar bleyjur eru skolaðar að kvöldi og geymdar áfram fram að þvottadegi. Einnig hægt að skola bleyjur samstundis en það fer einmitt betur með þær.
- Við mælum heilshugar með þremur aðskildum þvotta"hringjum". Ástæðan er sú að flestar vélar skipta ekki um vatn á milli hringja og þú vilt ekki hafa sama vatnið sem var notað í upphafi þvottar og í lokaskolinu.
- Fyrsti hringur: Stutt kallt skol án þvottaefnis (Rinse+spin).
Annar hringur: Langur hringur á 60°með þvottaefni
Þriðji hringur: Lokaskol án þvottaefnis.
- Í endann er fínt að þreyfa á bleyjum og finna lyktina af þeim. Ef það er engin "sápulykt" eða þessháttar þá ætti hún að vera klár. Annars er góð regla að láta bleyjurnar fara í annað "rinse+spin" ef innsæið segir það.
- Bleyjur hengdar til þerris, lagðar á ofn eða (innleggin) sett í þurrkara á lágum hita.
Pro tip: Við mælum ekki með því að skeljar eða vasar fari í þurrkara, það fer ekki vel með teygjur eða ytra efnið.
Algengar spurningar
Á íslandi eru mörg þvottaefni í boði. Þumalputtareglan er sú að þvottaefnið má ekki vera með of mikilli sápu eða enzímum. Smkv könnun sem við gerðum inná Taubleiusamfélaginu á Íslandi (2013) þá eru foreldrar að kjósa Neutral, Nappy Lover frá Nimble eða Milt fyrir Barnið hvað mest. Önnur efni sem komu fast á eftir þessum þvottaefnum voru: Balja, Fairy Non Bio og Biotex.
Endilega og sérstaklega ef þú átt ekki enþá nægar bleyjur til þess að fylla vélina 4/5. Margir setja fleiri minni hluti í vélina eftir fyrsta þvottahringinn án sápu. Þetta sparar augljóslega vatn og hjálpar ef þú nærð ekki að þvo margar bleyjur í einu.
Stutta svarið er nei. Það er bæði óþarfi og fer mjög ílla með bleyjurnar.
Þú ræður því. Það ræðst af því hversu margar bleyjur þú átt og hversu oft þú hefur tíma til þess að þrífa og þurrka. Þú getur átt einn þvottadag í viku eða sjö en langflestir þvo annan hvern dag. Það eina sem þarf að passa er að geyma ekki bleyjur of lengi óskolaðar og í íláti með engu loftflæði.
Gangi þér vel!
Athugasemdir