Einföld þvottarútína til viðmiðunar
Hér er einföld tillaga að þvottarútínu frá okkur sem gæti virkað sem fínn upphafspunktur til þess að vinna útfrá.
-
Notuð bleyja fer í opið ílát inná baðherbergi eða þvottahúsi. Ílátið getur verið opinn PUL poki, netapoki, bali, þvottakarfa eða baðkarið þitt!
Við mælum sérstaklega með stóra deluxe PUL- pokanum frá LPO. - Allar bleyjur eru skolaðar að kvöldi og síðan geymdar áfram. Einnig hægt að skola bleyjur samstundis áður en þær eru geymdar.
- Allar bleyjur settar á stutt prógram án þvottaefnis (Rinse+Spin) - Þetta er til þess að skola allann "skítinn" í burtu áður en þær eru almennilega þvegnar.
- Langt prógram á 40°eða 60° með þvottaefni.
- Stutt, kalt skol án þvottaefnis í endann. Þetta er til þess að taka allt auka þvottaefni úr bleyjunum og koma í veg fyrir uppsöfnun.
- Hér er ágætis regla að finna lyktina af bleyjunum eftir þessa þrjá hringi af þvotti. Ef það er eins og það sé enn smá "sápulykt" þá er gott að setja bleyjurnar á stutt auka skol en það ætti ekki að þurfa. - Bleyjur hengdar upp, á ofn eða settar í þurrkara á lágum hita
Algengar spurningar
Á íslandi eru mörg þvottaefni í boði. Þumalputtareglan er að þvottaefnið á ekki að vera með of mikilli sápu eða enzímum. Á "Þvottaráð fyrir taubleiur" á facebook finnur þú góðan lista yfir þau efni sem má nota m.a.
- Neutral (1,5- 2x meira magn en mælt er með á pakka)
- Enjo
- FM Group
- Milt fyrir barnið (1,5- 2x meira magn en mælt er með á pakka)
Svona lítur tæmandi listinn út á Facebookgrúppunni

Vefverslanir sem selja taubleyjur selja gjarnan þvottaefni líka sem öruggt er að nota. Því miður seljum við hjá Cocobutts ekkert slíkt eins og er.
Endilega! Margir setja fleiri minni hluti í vélina eftir fyrsta þvottahringinn án sápu. Þetta sparar augljóslega vatn og hjálpar ef þú nærð ekki að þvo margar bleyjur í einu. Það er mælt með því að hafa vélina 4/5 fulla svo hún þvoi sem best.
Stutta svarið er nei. Það er bæði óþarfi og fer ílla með bleyjurnar.
Þú ræður því. Þetta ræðst af því hvað þú átt margar bleyjur, hversu mikið þú ert að nota tau og hvað hentar þínu heimilislífi. Þú getur átt einn þvottadag í viku eða sjö. Við höfum séð að langflestir þvo á öðrum hverjum degi. Það er algjörlega undir þér komið. Það eina sem þarf að passa er að láta bleyjurnar ekki sitja of lengi óskolaðar eða í ílátu með engu loftflæði.
Gangi þér vel
Athugasemdir