
Tími til að skipta!
Startpakkinn
Fyrstu skrefin í taui geta verið yfirþyrmandi. Þessvegna settum við saman Startpakkann.
Yfir 140 fjölskyldur hafa byrjað hér, nú er komið að þér!

Byrjaðu, vaxaðu og dafnaðu í taui
Næsta byrjendanámskeið á ZOOM
7.10.23 kl 12:30-14:00
Skráning
Afhverju tau?

Jörðin okkar þarfnast þess
Hvert barn notar að meðaltali milli 6-8 þúsund bleyjur áður en það lærir á kopp. Það gera um 27-30 milljónir bréfbleyja sem enda í urðun á Íslandi árlega.

Þú sparar heilmikinn pening
Með því að velja að nota tau sparar þú milli 300-450 þúsund krónur í bleyjukostnað á hvert barn. Þetta er peningur sem þú getur nýtt í margt annað en einnota sorp!

Heilsusamlegra fyrir barnið
Bleyjan er mest notaða neysluvaran á fyrstu æviárum barnsins. Hún er notuð alla daga, allan sólarhringinn í næstum því þrjú ár. Með því að velja tau tryggir þú barninu þínu skaðlaust og eiturefnalaust upphaf.
Let customers speak for us
from 246 reviewsGóð stærð og hentar mjög vel í skiptitöskuna að hafa tvö hólf

Mjög góð stærð og hentar vel í leikskólann

Námskeiðið og tækifæri til að spyrja spurninga gaf mér frekara öryggi til að "þora" að panta næstu stærð og prófa mig áfram (eftir að hafa verið með nýburavasableyjur sem ég fékk notaðar). Mér fannst frábært að geta farið á netnámskeið, þar sem ég bý á Akureyri og kemst ekki í búðina sjálf til að skoða, snerta og spyrja þar. Tær snilld!

Frábærar næturbleyjur sem eru mjög rakadrægar! Við byrjuðum að nota þessar bleyjur strax eftir fæðingu og hafa þær aldrei lekið hjá okkur😄

Mjög rakadrægar og mjúkar bleyjur! Finnst Mjög þægilegt að þurfa ekki að taka innleggin úr fyrir þvott! Þessar bleyja er klárlega orðin ein af uppáhalds bleyjunum, mæli með!

Leka ekki, þægilegar þegar við förum út, í heimsókn eða eitthvað bras.

Fallegar og þægilega í notkun, gríp klárlega lang oftast í bleyju frá Alva baby.

Ákvað að skella mér á ullar vagninn og ég fekk ótrúlega góða þjónustu. Dóttir mín hafði verið mest í bréfi á nóttunni og mig langaði til þess að nota tau sem myndi halda alla nóttina. Keypti bambus fitted bleyju og ullarbuxur, dóttir mín sefur vel og svo er líka svo krúttlegt að sjá hana í svona ullarbuxum :)

Ótrúlega ánægð með bambus fitted bleyjurnar, þær eru svo mjúkar og virka svo vel sem næturbleyjur fyrir dóttur mína!

Þær koma efninu vel frá sér og gera taubleyjulífið vel skiljanlegt! Mæli með

Fràbært námskeið og dásamlegir eigendur. Elín og Apríl gera þetta svo skiljanlegt og auðvelt.

Keypti pokann undir blaut/skítug föt í leikskólann og hann er fullkominn! Góð stærð, það komast alltaf öll fötin sem verða skítug í hann og hann passar mjög vel í leikskóla töskuna líka!

Nota hana í staðinn fyrir auka undirbreiðslu til að grípa hægðaleka sem rennur fyrir útfyrir sjúkra bleyjuna hjá barninu mínu þar sem það glímir við slys a nætunar útfrá fötlun sinni.
Hef leitað mikið af lausn fyrir þetta og hugsa ég að þessi ullarbrók sé lausnin ❤️

Búster - Bambus/microfiber - 3ja laga

Lestu bloggið okkar!

Mismunandi kerfi taubleyja

Einföld þvottarútína til viðmiðunar
