Fara yfir í aðalefni

Þvottaleiðbeiningar fyrir ull

Ullarþvottur


Ullarþvottur er ekki eins flókinn og maður heldur! 

Í  þessum stutta pistli ætlum við að fara yfir ullarþvott í nokkrum einföldum skrefum. 

Í grunninn þarf ekki að þvo ull svo oft. Nóg er að þvo hverja skel á 2-3 vikna fresti. En eftir hver bleyjuskipti þarf að leyfa skelinni að lofta í góðu loftflæði. Það er því hægt að nota 2-3 skeljar á viku til skiptis. Ef kúkur fer út fyrir á ullina er vel hægt að blettaþvo hana ef þetta er ekki mikið en annars er best að þvo skelina alla strax.

Athugið að Lanolin meðferð er nóg að framkvæma á 2-3 mánaða fresti eða eftir þörfum. Þó getur það tekið allt að 3 skipti að ná upp góðri vatnsheldni á skelina og því þarf að leggja nýjar skeljar í lanolin lög örar til að byrja með.


Hvað þarf ég ? 

  • Ullarsápu eða milda sápu að eigin vali eða Poppets ilmmola.
  • Vatn
  • Skál/Krukku
  • Barna sjampó eða aðra lífræna sápu* (jafnvel lífrænn uppvþottalögur dugar)
  • Lanolín* (einnig er hægt að nota lansinoh brjóstakrem)
  • Skeið*

Við seljum hágæða ullarumhirðuvörur sérstaklega ætlar ullarbleyjum. Sjá HÉR.


Aðferð: 

    1. Fyrst er best að skola ullina með volgu vatni. 
    2. Blandið ullarsápu við volgt vatn í skál / bala og leggið ullina þar ofaní. Kreistið ullina varlega í vökvanum.
    3. Leyfið ullinni að liggja í sápuleginum í 15-20 mínútur.
    4. Takið ullina uppúr og skolið vel í volgu hreinu vatni. Kreistið varlega, ATH að aldrei skal nudda eða skrúbba ullina.


  • *Undirbúið Lanolin lög - leggið ullina í Lanolinið, kreistið varlega svo vökvinn komist í alla ullina, leyfið henni að svo liggja þar í minnst 30 mínútur. Það getur líka verið gott að leyfa henni að liggja í allt að 5-6 klst. 
    1. Takið ullina úr Lanolin löginum og skolið hana vel í volgu vatni, kreistið varlega.
    2. Kreystið mesta vökvan úr ullinni með því að rúlla henni upp í handklæði og kreysta varlega. 
    3. Leggið á handklæði eða hengið upp til þurrkunar. Aldrei skal þurrka ull á ofni, í þurrkara eða heitu þurrkherbergi.

    *sleppið ef það er ekki kominn tími á lanolin meðferð


    Hvernig á að útbúa Lanolin lög ? 

    • Hitið vatn í katli/potti
    • Setjið ½ -1 teskeið af lanolini í skál og leysið upp í ca bolla af heitu vatni
    • Bætið við dropa af barnasjampói eða annarri lífrænni sápu. Hrærið. Vatnið á að verða fallega mjólkurhvítt
    • Fyllið svo skálina af volgu vatni og leggið ullina þar ofaní. ATH að lögurinn á að vera volgur.

    Nokkrir almennir punktar til að hafa í huga: 

    • Alltaf er best að handþvo ull.
    • Vatnið skal alltaf vera volgt og forðast skal að nota mismunandi hitastig af vatni, ullin gæti þæfst og hlaupið sé það gert. 
    • Aldrei á að nudda eða skrúbba ull, bara kreista varlega.
    • Aldrei á að vinda ull harkalega í höndum, best er að rúlla upp í handklæði og kreista þannig mesta vökvan úr varlega. 
    • Eftir lanolin bað er eðlilegt að skelin sé svolítið klístruð, það lagast eftir 1-2 skipti á bossa.
    • Þvoið ull í dökkum og ljósum litum í sitthvoru lagi.

    Gangi ykkur vel !

    Athugasemdir

    Vertu fyrst/ur til að skrifa athugasemd

    Karfan þín

    Karfan þín er tóm í augnablikinu.
    Smelltu hér til að halda áfram að versla.