


Prufupakkinn
Vörulýsing
Í pakkanum eru einnig mismunandi gerðir af innleggjum svo þú færð tækifæri á því að kynnast hverskonar innlegg hentar ykkar fjölskyldu best. Allar bleyjurnar í pakkanum eru "One Size" og passa börnum 5-15 kg, nema Bare and Boho og Elskbar bleyjurnar passa upp í allt að 18kg.
Hvað er í prufupakkanum?
1x Ai2 soft cover með bambusinnleggi og búster frá Bare and Boho
1x Lúxus vasableyja með bambusinnleggi frá Lighthousekids Company
1x AIO bleyja með bambustungu og búster frá Elskbar
1x AIO Lúxus bleyja með bambusinnleggi frá Lighthousekids Company
4x Hemp innlegg frá Bare & Boho
2x Bambus innlegg frá Alva baby
1x 3ja laga bambus innlegg fra Little Lamb
2x Super Soaker hemp/bómullar búster frá Little lamb
1x La Petite Ourse Stór Deluxe blautpoki
Hvernig virkar þetta?
Á dagatalinu hér á síðunni geturðu séð þær dagssetningar sem pakkinn er laus til leigu. Ef dagssetningarnar eru rauðar þýðir það að pakkinn er frátekinn.
Þú einfaldlega velur upphafsdagssetningu og dagatalið velur sjálfkrafa næstu 14 daga og tekur þá daga frá fyrir þig á meðan þú gengur frá pöntunninni.
Þú greiðir fyrir allan leigutímann: kr. 3500 fyrirfram og velur hvort þú viljir fá að sækja í Fjölskylduland eða fá heimsent eða afhent með Dropp gegn gjaldi. Við sendum þér endursendingarmiða sem þú notar til að skila pakkanum.
Við sendum þér leiðbeiningar í tölvupósti um hvernig skal meðhöndla bleyjurnar þegar við uppfyllum pöntunina og afhendum þér pakkann.
Verð
Tveggja vikna leiga kostar kr. 3500.- og samsvarar kr. 250 á dag.
Skil og afbókanir
Þeir dagar sem nýtast ekki fást ekki endurgreiddir á leigutímabilinu.
Leiguskilmálar
*Með því að bóka pakkann samþykkir þú leiguskilmálana okkar.