Fara yfir í aðalefni
Mömmu- og bumbuhópakynningar
Mömmu- og bumbuhópakynningar

Mömmu- og bumbuhópakynningar

0 kr
Virðisaukaskattur innifalinn.
  • Heimakynning á höfuðborgarsvæðinu
  • Kynning í Fjölskyldulandi
  • Kynning í safnaðarheimili eða á öðrum opinberum vettvangi
  • Fjarkynning á Zoom

Vörulýsing

Við hjá Cocobutts bjóðum upp á fríar heimakynningar fyrir mömmu- eða bumbuhópinn þinn. 

Við mætum á staðinn og höldum  kynningu um taubleyjur og fjölnota lífsstíl og kynnum uppáhalds vörurnar okkar. Að kynningu lokinni gefst öllum tækifæri til að spyrja spjörunum úr og versla vörur, fá ráðleggingar og/eða svör við spurningum um taubleyjur og vöruúrvalið okkar. Við mætum með okkar uppáhalds vörur með okkur og posa svo allir geti tekið af skarið og hafið tauferðalagið sitt með barninu sínu og fjölskyldu sinni. 

Við gerum ráð fyrir að kynningin taki í heildina um tvær klukkustundir og þar af tekur kynningin 60-90 mínútur.

Einn heppinn vinnur gjafapakka frá Cocobutts og allir gestir fá 20% afslátt af fystu kaupum sem hægt er að nýta á kynningunni eða í vefversluninni okkar.

Hvernig virkar þetta?

Best er að einhver einn úr hópnum sjái um að bóka kynninguna og áframsenda upplýsingar á hópinn. Sá sem bókar kynninguna fær staðfestingu í tölvupósti varðandi tíma og staðsetningu.

Ef valin er kynning í heimahúsi eða í safnaðarheimili þarf að svara póstinum og láta okkur vita hvert við eigum að mæta.

Verðskrá fyrir kynningar út á landi

Við erum ekki að bjóða upp á fríar heimakynningar úti á landi, en endilega sendið okkur póst hvar þið eruð og við reynum okkar besta við að láta það gerast. Annars bjóðum við fjarkynningu á netinu sem er gjaldfrjáls.

Dæmi um verð utan höfuðborgarsvæðisins:

Reykjanes - 14.000 kr.
Hveragerði - 12.000 kr.
Selfoss - 14.000 kr.
Akranes - 13.000 kr. 
Borgarnes - 18.000 kr. 

Ef valið er að fá kynningu út á landi þá þurfum við að staðfesta hvort það gangi upp.

Customer Reviews

Be the first to write a review
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)

Customer Reviews

Be the first to write a review
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)

Karfan þín

Karfan þín er tóm í augnablikinu.
Smelltu hér til að halda áfram að versla.