Fletta yfir í aðalefni
Frí heimsending fyrir pantanir yfir 25.000 │ Hægt að greiða með netgíró og Pei

Ég var að kaupa fyrstu taubleyjurnar mínar, hvað nú?

Ég var að kaupa fyrstu taubleyjurnar mínar, hvað nú?
Til hamingju með nýju bleyjurnar þínar!

Fyrsta skref er að undirbúa þær fyrir notkun. Það þarf að væta þær/þvo til þess að koma rakadrægninni í gang. Almennt er talað um að þvo þær 2-3 sinnum áður en þær eru teknar í notkun í fyrsta sinn, en auðvitað ræður þú hvað þú gerir.

Persónulega læt ég þær liggja í bleyti í 6-8 klst áður en ég set þær síðan í langan þvott (40° með smá þvottaefni) með aukaskoli.  Rakadrægnin eykst síðan með hverjum þvotti. 

Þegar þú ert búin/nn að þrífa og virkja þær þá skaltu einfaldlega fara af stað og byrja að nota þær!

Þú setur hana á barnið og geymir hana síðan í poka, íláti, baði eða bala eftir hverja notkun. Þegar þú ert komin/nn með nóg af bleyjum eða þegar þú ert búin/nn að nota þær allar þá er kominn tími á að þvo þær.

Hér er innlegg um einfaldlega þvottarútinu sem þu getur notað til viðmiðunar.
 
Síðan er gott að hafa þrjár meginreglur í huga varðandi taubleyjur.

Það fyrsta er
að microfiber innlegg má aldrei liggja upp við húð barns. Þetta er vegna þess að microfiber eru öflugt og dregur mikinn vökva í sig hratt. Þetta getur þurrkað húð barnsins. Því skal alltaf passa að hafa alltaf eitthvað á milli innleggsins og húð barnsins.
 
Annað er að ef þú notar bossakrem þá má ekki vera zinc í því. Zinc gerir bleyjuna vatnshelda og vinnur gegn tilgangi hennar. Ég mæli með Weleda (fæst í öllum helstu apótekum ) en annars hægt að nota hvað sem er sem er ekki með zinci. Við seljum frábært galdrakrem sem er öruggt fyrir taubleyjur hér .
 
Vegna þess að taubleyjur draga augljóslega ekki jafn mikið í sig og einnota bleyjur gera þá eru tíðari bleyjuskipti í tauinu. Almennt er gott að skipta á barni á 2-3 tíma fresti og gildir það sérstaklega með barn í taui. Þau finna líka meira fyrir vætunni og geta orðið óróleg þegar þau finna fyrir vætu. Á móti kemur að barn á taui er gjarnan styttra á bleyju vegna þess að þau tengja vætu við óþægindi og auðveldara er að kenna þeim á kopp.
 
Loks er að muna að leki er partur af taunotkun. Það skiptir ekki máli hvaða týpur eða merki þú kaupir - allir taubleyjuforeldrar fara í gegnum einhvern leka á einhverjum tímapunkti. Ekki örvænta því um leið og þú ert buin/nn að fatta þetta þá verður þetta ekkert mál. Þegar lekur þá vantaði yfirleitt upp á rakadrægnina, var mátunin röng eða samfellan of þröng. Prófaðu þig áfram og reyndu upp á nýtt. Hin fullkomna rútina kemur hjá okkur öllum á endanum!

Gangi þér vel og ekki gleyma að ef þig vantar meiri ráðgjöf þá er EKKERT MÁL að bóka síma eða zoom ráðgjöf hjá einum af sérfræðingunum okkar, þér að kostnaðalausu! 

Halda áfram að lesa

Að velja tau fyrir nóttina

Að velja tau fyrir nóttina

Mismunandi innlegg í taubleyjur

Mismunandi innlegg í taubleyjur

Einföld þvottarútína til viðmiðunar

Einföld þvottarútína til viðmiðunar

Athugasemdir

Vertu fyrstur til að skilja eftir ummæli

Karfan þín

Karfan þín er tóm eins og er.
Smelltu hér til að halda áfram að versla.