


Nýburaleigupakki
Vörulýsing
Nýburaleigan er frábær leið til þess að nota taubleyjur strax frá upphafi á hagkvæman hátt.
Ef þú sérð fram á að fullnýta ekki leigutímann (45 eða 60 daga) þá máttu skila pakkanum fyrr og fá inneignarnótu fyrir tímabilið sem þú sérð fram á að nýta ekki.
Pakkinn er alltaf "nýr" eða aldrei eldri en tveggja ára. Foreldar geta notað hann um allt land en viðkomandi þarf að greiða sendingagjald á milli staða.
ATH: Með því að bóka nýburapakkann samþykkið þið sjálfkrafa leiguskilmálana
Hvað er í nýburapakkanum?
10 x AIO nýburableyjur frá Elskbar
3 x Ai2 wipeable nýburaskeljar frá Bare and Boho með bambus innleggjum
3 x Ai2 softcover nýburaskel frá Bare and Boho með bambus innleggi og búster
2 x Nýburaskel frá Little Lamb
10x Fitted bleyjur ásamt bústerum og flísrenningum frá Little lamb
8x Auka bambus innlegg með ísaumuðum flísrenning frá Bare and Boho
2x Auka hemp innlegg frá Bare and Boho
1x Stór Deluxe blautpoki frá La Petite Ourse (Vinsælasti aukahluturinn okkar)
1x Stór blautpoki með tvöföldu hólfi í skiptitöskuna
15x Fjölnota þurrkur
Verð og innborgun
Hægt er að bóka nýburaleigupakkann í 30, 45 eða 60 daga.
Verð
30 dagar kr 19.900
45 dagar kr 28.360 (5% afsláttur)
60 dagar kr 35.980 (10% afsláttur)
Innborgun
Þú greiðir helminginn (50%) inn á pöntunina þegar þú bókar og seinni helming (50%) þegar þegar þú sækir pakkann eða áður en við sendum hann til þín.
Hvernig virkar þetta?
- Á dagatalinu hér á síðunni geturðu séð þær dagssetningar sem nýburapakkinn er laus til leigu.
- Þú velur hvort þú viljir leigja 30,45 eða 60 daga og hvort þú viljir leigja fleiri en einn pakka. Einn pakki er sjálfvalinn.
- Þú getur hafið leiguna frá hvaða degi sem er merktur SVARTUR
- Veldu upphafsdagssetningu og dagatalið velur sjálfkrafa næstu 30,45 eða 60 daga og tekur þá daga frá fyrir þig á meðan þú gengur frá pöntuninni.
- Þú greiðir 50% inn á bókunina við bókun og 50% við afhendingu eða staðgreiðir. Þitt er valið.
- Við sendum þér leiðbeiningar í tölvupósti um hvernig skal meðhöndla bleyjurnar þegar þú hefur greitt fyrir leiguna að fullu.
Leiguskilmálar
*Með því að bóka einhverja taubleyjupakka sem við höfum á leigu samþykkir leigutaki skilmála þessa.
Kt. 5407210410
VSK númer 141839
Ljósheimum 10, 104 Reykjavík
info@cocobutts.is
Cocobutts ehf áskilur sér rétt til að breyta innihaldi leigupakkanna án fyrirvara.
Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara. Taubleyjuleigan fyrir nýbura er með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.
Vefpóstur og/eða SMS er sent þegar pöntun er tilbúin til afhendingar. Verslunin er lokuð alla rauða daga né annað sé tekið fram.
- Fjölskylduland, Dugguvogi 4 (Opið 10:00-18:00 alla daga. Verð: 0 kr.
- Heimsending út um allt land með Íslandspósti eða Dropp. Vörur eru póstlagðar 2-5 dögum fyrir áætlaða afhendingu og jafnvel fyrr ef pakkinn skilast fyrr frá fyrri leigjanda. Afhending 1-3 virkir dagar. Verðið er breytilegt eftir verðskrá Póstsins og kemur fram við greiðslu.
Allar vörur eru afgreiddar þegar greiðsla hefur verið staðfest eða næsta virka dag ef greiðsla berst eftir klukkan 17:00. Þú getur fengið vörurnar sendar en ef þú kýst að sækja getur þú gert það án endurgjalds í verslun okkar, þitt er valið.
Kemur það upp að vara sé í útleigu eða geti ekki verið afhend á réttum tíma vegna einhverra ástæðna mun starfsmaður hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Ef afhendingardagssetning lendir á helgi eða á gulum eða rauðum degi áskiljum við okkur rétt til að seinka afhendingu eða póstlagningu til næsta virka dags.
Verð og greiðsla
- Leiguverð
Leiguverðið á nýburableyjupakka er breytilegt eftir hversu langt tímabil leigjandi velur. 1 mánuður kostar 19.900 kr, 1 og 1 1/2 mánuður 28.360 kr og 2 mánuðir 35.980 kr. - Innborgun
Leigutaki greiðir 50% heildarupphæðarinnar fyrir leigutímabilið sem hann velur við bókun og svo 50% við afhendingu. - Afbókun
Ef leigutaki afbókar með minna en viku fyrirvara fæst innborgunin ekki endurgreidd. -
Afhending
Við afhendingu eða fyrir póstlagningu greiðir leigutaki eftirstöður eftir því hvað hann ákveður að hafa bleyjurnar lengi á leigu (minnst 30 dagar, mest 60 dagar). Ef pakkinn er sóttur í verslun greiðir leigutaki eftirstöðurnar áður en hann fær pakkann afhentan. -
Leigutímabil og greiðslur eftirstöðva
-Leigutímabilið hvorki lengist né styttist þó leigjandi sæki pakkann seint.
- Ef leigutaki hefur ekki greitt eftirstöðvarnar einni viku eftir að upphafsdagssetning hefst áskiljum við okkur rétt til að afbóka pöntunina og tilkynna pakkann lausan til leigu án þess að endurgreiða innborgunina. -
Leiðbeiningar
Við sendum leiðbeiningar um leið og pakkinn hefur verið bókaður.
- Cocobutts ehf áskilur sér rétt til að rukka fyrir einnar viku leigu sé ekki hætt við bókum með a.m.k. einnar viku fyrirvara
- Breytingar á tímabili bókunnar má framkvæma með a.m.k. þriggja daga fyrirvara. Ef leigutaki vill stytta leigutímann og skila pakkanum fyrr skal hann hafa samband við okkur með tölvupósti info@cocobutts.is með a.m.k. þriggja daga fyrirvara.
- Hægt er að fá hlutfallslega endurgreitt fyrir 60 daga og 45 daga leigu sé pakkanum skilað hálfum mánuði fyrr en áætlað er.
Gildistími samnings varir frá upphafsdegi leigu og þar til leigutaki skilar pakkanum.
-
Gengur úr skugga um að innihald taubleyjupakkanna sé heilt, hreint og tilbúið til notkunar áður en þeir fara í útlán til viðskiptavina.
- Gerir ástandsskoðun á taubleyjupökkum eftir þriðja hvern viðskiptavin.
- Að fara eins vel með varninginn og hann getur:
- Þrífur bleyjurnar samkvæmt þvottaleiðbeiningum leigusala eða eins og segir til um á þvottaleiðbeiningum á varningi og sér til þess að ganga frá taubleyjunum samkvæmt leiðbeiningum leigusala áður en þær eru settar í þvott.
- Skilar innihaldi pakkans hreinu og heilu og passar upp á að ekkert vanti í pakkann þegar honum er skilað.
- Cocobutts ehf ber ekki ábyrgð á bruna, roða, kláða eða öðrum heilsufarslegum kvillum sem kunna að myndast vegna ofnæmis eða lélegrar þvottarútínu.
- Cocobutts ehf mælist til að leigutaki þrífi bleyjurnar sjálfur áður en hann byrjar að nota þær þó þær kunni að vera hreinar við afhendingu.
- Leigusali áskilur sér rétt til bótakröfu að hámarki 40.000 kr. ef leigutaki skilar ekki taubleyjupakkum eins og þeir leggja sig og ekki tekst að ná sambandi við hann
- Leigusali áskilur sér rétt til bótakröfu að hámarki 3000 kr. per varning sem týnist, skemmist eða skilast í slæmu ástandi sem ekki má rekja til slits vegna almennrar notkunar.
- Leigusali áskilur sér rétt til þess að endurgreiða ekki þá daga sem leigutaki nýtir ekki taubleyjupakkana ef eitthvað af ofangreindu á við.
- Leigutaki ber ekki ábyrgð á sliti varningsins vegna almennrar notkunar.
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur (ef fyrirtækið er með lögheimili í Reykjavík) eða Héraðsdómi Reykjaness (ef fyrirtækið er með lögheimili í t.d. Garðabæ eða Kópavogi)
Skil og afbókanir
Pakkanum skal skilað eigi síðar en á uppgefinni skiladagssetningu. Ef leigjandi skilar pakkanum í pósti þá þarf hann að gera ráð fyrir 3-5 dögum sem það gæti tekið pakkann að komast til skila.