Fara yfir í aðalefni

"Pop Up" í Fjarðabásum, Reyðarfirði frá 19.-31.okt

Kæru vinir,

Í fyrsta sinn höfum við sett upp bás fyrir austan!

Básinn er staðsettur í Fjarðabásum á Reyðarfirði og verður básinn aðgengilegur út oktobermánuð á opnunartíma Fjarðabása. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem eru að velta taubleyjum fyrir sér en langar að fá að skoða vörurnar fyrst til þess að fá "fíling" fyrir þeim.

Og enn betra tækifæri fyrir þá sem eru byrjaðir í taui og langar að fjárfesta í nýjum gersemum!

Á staðnum verða líka sundgallar, tíðarvörur og annað góðgæti sem við bjóðum hjá Cocobutts. Fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref þá minnum við á næsta taubleyjunámskeið á netinu sem hægt er að skrá sig í.

Laugardaginn 21. oktober verður síðan taubleyjusérfræðingur á staðnum fyrir þá sem vantar handleiðslu. Fyrir utan þá daga þá er Berglind, snillingurinn sem er að hjálpa okkur með básinn fyrir austan, MJÖG sjóuð í taubleyjum og getur alltaf hjálpað forvitnum fjölskyldum!

Ekki missa af þessu! 

fjarðabásar pop up

Smelltu á myndina til þess að fara á Facebook Eventinn

Karfan þín

Karfan þín er tóm í augnablikinu.
Smelltu hér til að halda áfram að versla.