Fara yfir í aðalefni

Lægri afhendingaþröskuldur - gjaldfrjáls prufupakki!

Kæru vinir!

Um helgina gerðum við smávægilegar breytingar á þjónustum okkar sem við vonum að geri upplifun ykkar með okkur enn betri. 

 

Fyrsta tilkynningin er sú að nú er hægt að nálgast prufupakkann okkar gjaldfrjálst í tvær vikur. Það eina sem þarf að greiða fyrir er sendingakostnaður! Við vonum að þessi breyting veiti fleirum innblástur til þess að prófa taubleyjur. 

Hægt er að skoða prufupakkann hér. 

Hitt er að við höfum ákveðið að minnka fría afhendingaþröskuldinn með Dropp úr 15.000 í 10.000kr! Þetta er gert í takti við þá staðreynd að ekki sé hægt að ná í pantanir til okkar í augnablikinu og vonum við að þetta komi til móts við það. 

Í lokin hvetjum við fylgjendur til þess að fylgjast með á miðlunum okkar alla sunnudaga fram að jólum þar sem við erum með skemmtilegan aðventu-Instagram leik í gangi. Vikulega geta tvær heppnar fjölskyldur unnið hjá okkur lítinn glaðning. Við erum í jólaskapi!

Ekki hika að spyrja ef einhverjar spurningar vakna!

 

Karfan þín

Karfan þín er tóm í augnablikinu.
Smelltu hér til að halda áfram að versla.