Það er mikið spurt um næturbleyjur á miðlunum okkar. Okkar fyrsta ráð er alltaf það sama : prófaðu þig áfram þar til að þú ert búin/nn að finna kerfi sem virkar fyrir þig. Það sem virkar fyrir eina fjölskyldu getur algjörlega floppað fyrir aðra en blessunalega þá eru margir valmöguleikar í boði svo ekki örvænta! Þitt fullkomna nætursystem er þarna úti.
Mörgum finnst skrítið að skipta ekki um bleyju á nóttunni. Á meðan þú ert með nýbura eða ert í grjótföstum vana að skipta á nóttunni þá þarftu ekki að hafa áhyggjur af sérstöku nætursystemi. En ef þú vilt komast í gegnum nóttina án þess að þurfa að skipta þá þarftu að huga betur að rakadrægninni. Langflestir foreldrar nota svokallað „fitted“bleyju með skel (tveggja parta system) vegna þess að þær eru rakadrægastar. Þær eru þó meiri um sig og því yfirleitt ekki notaðar yfir daginn.
Hér er stutt yfirlit yfir þau kerfi sem við vitum af og seljum. Það getur verið fínt að velja eitt til þess að byrja með og vinna sig áfram út frá því.
Pro Tip : Það er EKKERT sem segir að það megi ekki mixa merkjum þegar kemur að innleggjum og skeljum. Ekki vera feimin við að púsla merkjum þannig að kerfið virkar sem best fyrir þig og þína fjölskyldu. Propro tip : Það má nota "dagsbleyjur" -þú preppar þær bara betur/öðruvísi. Kerfið þarf ekki að heita „nætursystem“ til þess að standast næturvaktina.
Fitted + skeljar frá Little Lamb
Fitted bleyjurnar + skeljar frá Little Lamb frá Totsbots er þægilegt kerfi sem ætti að tryggja ykkur lek-fría nótt í allt að 12 tíma. Þetta tveggja – parta kerfi virkar þannig að þú setur fyrst fitted bleyjuna á barnið (þyrsti parturinn) og síðan skelina yfir (vatnsheldi parturinn). Þetta kerfi ætti að tryggja lek-fría nótt í allt að 12 tíma.
Pro-tip : Ef barnið þitt finnur fyrir vætu þá er gott ráð að setja flísrenning í bleyjuna. Það ætti að koma í veg fyrir vætutilfinningu. Einnig getur þú sett auka hemp búster í bleyjuna fyrir auka rakadrægni.
Little Lamb vasableyja með meðfylgjandi innleggjum+ hemp búster
Það sem er svo æðislegt við Little Lamb vasableyjurnar er hvað þær eru rúmgóðar en á sama tíma mjúkar og sveigjanlegar. Því er hægt að prófa sig áfram með skelinni einni með allskonar innlegg. Little lamb er úr flís að innan sem heldur barninu þurru. Prófaðu að setja bambus-innleggin tvö í vasann fyrir nóttina. Ef það dugar ekki ætti þunnur hempbúster að duga vel.
Pro tip : Það er fínt að eiga einn hemp búster yfir höfuð. Hann gefur öfluga rakadrægni án þess að bleyjan verði of fyrirferðamikil.
Pro-Pro tip : Eldri /stærri krakkar sem þurfa orðið bara smá aðstoð yfir nóttina geta keypt size 3 vasableyjur (fyrir15kg+). Það er þá Little Lamb Skel sem kemur með innleggi sem þú brýtur saman og er ofsalega rakadrægt. Síðan er hægt að kaupa þunnt hemp búster auka til þess að auka rakadrægni ef þess þarf.
La Petite Ourse bleyja með næturinnleggjum
La Petite Ourse bleyjurnar koma með tvöföldum saumi hjá lærum sem ætti klárlega að tryggja að ekkert lekur á meðan barnið sefur. Innleggin sem fylgja eru mjög öflug en það er einnig hægt að kaupa sérstök næturinnlegg sem halda enn meira, eða 532ml.
Pro tip : Ef barninu þínu finnst gott að sofa á maganum eða ef þú ert að upplifa að það leki upp eftir maganum þá er gott að brjóta saman þunnu innleggi að framan fyrir extra þéttni og rakadrægni.
ProPro tip: Það er mikilvægt að samfestingurinn eða náttgallinn er ekki of þröngur því það getur bæði valdið óþægindum og leka. Við seljum framlengingar ef þú þarft auka rými á samfelluna þína, þú getur nálgast þá hér.
Takk fyrir að hafa samband! Við munum svara þér eins fljótt og auðið er
Takk fyrir að skrá þig á póstlistann okkar
Takk! Við látum þig vita þegar varan er aftur fáanleg.
Ekki eru til fleiri eintök af þessari vöru en það sem þú hefur þegar bætt í körfuna þína
Það er einungis eitt eintak eftir af þessari vöru
Það eru eingöngu [num_items] vörur eftir til að bæta í stærðartöfluna
Ég byrjaði í taui með annað barn fyrir algjöra slysni þegar ég fann Cocobutts á popup markaði. Ég var kasólétt og sá fullt af krúttlegum bleyjum sem dró mig að ykkur í mjög fróðlegt og skemmtilegt spjall. Ég vissi ekki að taubleyjur væru búnar að þróast svona mikið en ég er all in fyrir allt sem er fjölnota til þess að vernda umhverfið okkar. Ég hugsaði mig ekki tvisvar um og keypti startpakka og bókaði leigu á nýburableyjupakka frá fæðingardegi barnsins sem var sendur heim kvöldið sem við komum heim frá fæðingarheimilinu. Nýburableyjurnar komu sér súper vel því þær pössuðu mikið betur og eru líka svo krúttlegar og kósý á svona pínulítin bossa. Við notuðum þær þar til hún var 6 vikna en þá skiluðum við þeim og byrjuðum að nota startpakkann sem er mjög skemmtilegur því í honum eru mörg mismunandi kerfi sem við erum að prófa og sjá hvað virkar best á litla krúttbossann okkar. Bossinn er laus við roða og það kemur varla fyrir að það leki og einfalt að þrífa og ganga frá. Við prófuðum aðeins einnota þegar við fórum í ferðalag og í langa heimsókn og komumst að því að þær leka frekar og það kom strax roði á bossann (man það líka með fyrra barnið að það var miklu oftar roði á bossanum). Ég var fyrst smá stressuð að þetta væri flókið að læra fyrir okkur foreldrana en þetta var ekkert mál og þið eruð líka svo góðar að útkýra allt bæði á heimasíðunni og í símann eitt skiptið þegar ég þurfti hjálp. Núna áðan var ég líka að ljúka gjaldfrjálsu byrjendanámskeiði hjá ykkur sem var snilld til þess að eiga farsælt taubleyjulíf og það verður aldrei aftur snúið, við erum að elska þetta. Ég er líka komin með fjölnota lekahlífar og dömubindi frá ykkur því ég fékk sjokk fyrstu dagana við tilhugsunina um allt sem væri að fara í ruslið. Þið eruð að gera frábæra hluti með litlu sætu búðinni ykkar og með því að fræða fólk. Við erum með ykkur í liði í team taubleyjur, let’s go!
Athugasemdir