Fara yfir í aðalefni

Að velja tau fyrir nóttina

 
Það er mikið spurt um næturbleyjur á miðlunum okkar. Okkar fyrsta ráð er alltaf það sama : prófaðu þig áfram þar til að þú ert búin/nn að finna kerfi sem virkar fyrir þig. Það sem virkar fyrir eina fjölskyldu getur algjörlega floppað fyrir aðra en blessunalega þá eru margir valmöguleikar í boði svo ekki örvænta! Þitt fullkomna nætursystem er þarna úti.
 
Mörgum finnst skrítið að skipta ekki um bleyju á nóttunni. Á meðan þú ert með nýbura eða ert í grjótföstum vana að skipta á nóttunni þá þarftu ekki að hafa áhyggjur af sérstöku nætursystemi. En ef þú vilt komast í gegnum nóttina án þess að þurfa að skipta þá þarftu að huga betur að rakadrægninni. Langflestir foreldrar nota svokallað „fitted“bleyju með skel (tveggja parta system) vegna þess að þær eru rakadrægastar. Þær eru þó meiri um sig og því yfirleitt ekki notaðar yfir daginn.
 
 
Hér er stutt yfirlit yfir þau kerfi sem við vitum af og seljum. Það getur verið fínt að velja eitt til þess að byrja með og vinna sig áfram út frá því.
 
Pro Tip : Það er EKKERT sem segir að það megi ekki mixa merkjum þegar kemur að innleggjum og skeljum. Ekki vera feimin við að púsla merkjum þannig að kerfið virkar sem best fyrir þig og þína fjölskyldu. Propro tip : Það má nota "dagsbleyjur" -þú preppar þær bara betur/öðruvísi. Kerfið þarf ekki að heita „nætursystem“ til þess að standast næturvaktina.

Fitted + skeljar frá Little Lamb

Fitted bleyjurnar + skeljar frá Little Lamb frá Totsbots er þægilegt kerfi sem ætti að tryggja ykkur lek-fría nótt í allt að 12 tíma. Þetta tveggja – parta kerfi virkar þannig að þú setur fyrst fitted bleyjuna á barnið (þyrsti parturinn) og síðan skelina yfir (vatnsheldi parturinn). Þetta kerfi ætti að tryggja lek-fría nótt í allt að 12 tíma.
 
Pro-tip : Ef barnið þitt finnur fyrir vætu þá er gott ráð að setja flísrenning í bleyjuna. Það ætti að koma í veg fyrir vætutilfinningu. Einnig getur þú sett auka hemp búster í bleyjuna fyrir auka rakadrægni. 
 

Little Lamb vasableyja með meðfylgjandi innleggjum+ hemp búster

Það sem er svo æðislegt við Little Lamb vasableyjurnar er hvað þær eru rúmgóðar en á sama tíma mjúkar og sveigjanlegar. Því er hægt að prófa sig áfram með skelinni einni með allskonar innlegg. Little lamb er úr flís að innan sem heldur barninu þurru. Prófaðu að setja bambus-innleggin tvö í vasann fyrir nóttina. Ef það dugar ekki ætti þunnur hempbúster að duga vel.

Pro tip : Það er fínt að eiga einn hemp búster yfir höfuð. Hann gefur öfluga rakadrægni án þess að bleyjan verði of fyrirferðamikil.

Pro-Pro tip : Eldri /stærri krakkar sem þurfa orðið bara smá aðstoð yfir nóttina geta keypt size 3 vasableyjur (fyrir15kg+). Það er þá Little Lamb Skel sem kemur með innleggi sem þú brýtur saman og er ofsalega rakadrægt. Síðan er hægt að kaupa þunnt hemp búster auka til þess að auka rakadrægni ef þess þarf.

næturbleyjur
 

La Petite Ourse bleyja með næturinnleggjum


La Petite Ourse bleyjurnar koma með tvöföldum saumi hjá lærum sem ætti klárlega að tryggja að ekkert lekur á meðan barnið sefur. Innleggin sem fylgja eru mjög öflug en það er einnig hægt að kaupa
sérstök næturinnlegg sem halda enn meira, eða 532ml.

Pro tip : Ef barninu þínu finnst gott að sofa á maganum eða ef þú ert að upplifa að það leki upp eftir maganum þá er gott að brjóta saman þunnu innleggi að framan fyrir extra þéttni og rakadrægni.
ProPro tip: Það er mikilvægt að samfestingurinn eða náttgallinn er ekki of þröngur því það getur bæði valdið óþægindum og leka. Við seljum framlengingar ef þú þarft auka rými á samfelluna þína, þú getur nálgast þá hér.
Gangi þér vel og góða nótt!

Athugasemdir

Vertu fyrst/ur til að skrifa athugasemd

Karfan þín

Karfan þín er tóm í augnablikinu.
Smelltu hér til að halda áfram að versla.
Takk fyrir að hafa samband! Við munum svara þér eins fljótt og auðið er Takk fyrir að skrá þig á póstlistann okkar Takk! Við látum þig vita þegar varan er aftur fáanleg. Ekki eru til fleiri eintök af þessari vöru en það sem þú hefur þegar bætt í körfuna þína Það er einungis eitt eintak eftir af þessari vöru Það eru eingöngu [num_items] vörur eftir til að bæta í stærðartöfluna