Fletta yfir í aðalefni
Frí heimsending fyrir pantanir yfir 25.000 │ Hægt að greiða með netgíró og Pei

Taubleyjuleiga fyrir nýbura

Nýburaleigan er sniðug leið til þess að nota taubleyjur alveg frá upphafi án þess að brjóta bankann.

Í taubleyjuleigu fyrir nýbura eru:

 • 15 Teenyfit Star AIO bleyjur frá Totsbots
 • 15 Fitted nýburableyjur frá Little Lamb
 • 3 Skeljar frá Little lamb til að nota með Fitted bleyjunum
 • Stór Deluxe geymslupoki frá La Petite Ourse (Vinsælasti aukahluturinn okkar)
 • Minni PUL poki 
 • 10 fjölnota bambusþurrkur 


Pakkinn er alltaf "nýr" eða aldrei eldri en tveggja ára. Foreldar geta notað hann um allt land en viðkomandi þarf að greiða sendingagjald á milli staða. 

Hvernig virkar þetta?

 1. Á dagatalinu hér til vinstri geturðu séð þær dagssetningar sem nýburapakkinn er laus til leigu. Ef dagssetningarnar eru rauðar þýðir það að pakkinn er frátekinn.
 2. Þú einfaldlega velur upphafsdagssetningu og dagatalið velur sjálfkrafa næstu 30 daga og tekur þá daga frá fyrir þig á meðan þú gengur frá pöntunninni. 
 3. Þú greiðir staðfestingargjald sem samsvarar vikuleigu fyrirfram*.
 4. Þú greiðir eftirstöðurnar kr 15.870.- sem samsvarar 23. daga leigu áður en þú færð pakkann í hendurnar. Við sendum þér greiðsluhlekk í tölvupósti þegar að því kemur ef þú valdir að fá heimsent. En ef þú valdir að sækja í Aríu verslun þá geturðu greitt eftirstöðurnar þegar þú sækir.
 5. Við sendum þér leiðbeiningar í tölvupósti um hvernig skal meðhöndla bleyjurnar þegar þú hefur greitt fyrir leiguna að fullu. 

Skil og hlutfallsleg endurgreiðsla 

 • Ef þú sérð fram á að nýta ekki alla 30 dagana þá skaltu láta okkur vita með a.m.k. þriggja daga fyrirvara svo næsti viðskiptavinur geti mögulega fengið pakkann fyrr. 
 • Þú færð þá daga sem þú nýtir ekki endurgreidda að því gefnu að þú gefir okkur minnst þriggja daga fyrirvara til að taka á móti honum og gera ráðstafanir fyrir næsta leigjanda.

*Vinsamlegast kynntu þér leiguskilmálana okkar áður en þú bókar. 

Karfan þín

Karfan þín er tóm eins og er.
Smelltu hér til að halda áfram að versla.