








Innlegg 2.0 - Bambus/lífræn bómull með staydry - 4ra laga
Vörulýsing
Ný og betrumbætt innlegg frá gæðaframleiðandanum Bare and Boho. Þessi innlegg innihalda eitt auka lag af bambus sem gera þau rakadrægari án þess að verða þykkari.
“Stay Dry“ Bambus-bómullarblanda með fljótþornandi flís sem efstalag. Auk þess er þunnt flíslag efst á innlegginu svo litla skinnið finni ekki fyrir vætu. Innleggin eru „One-size“ og henta frá 3,5-18 kg og passa í ýmsar skeljar fyrir utan Bare and Boho, eins og t.d. skeljar frá Elskbar og Eco naps.
Efni
- Fjögurra laga bambus-bómullar blandað innlegg með microfrís sem efsta lag.
- Kúpt í laginu - heldur kúk í skefjum.
- Smellur á báðum endum svo það haldist á sínum stað
Um merkið
Bare and Boho er ástralskt vörumerki sem framleiðir fjölnota nauðsynjavörur fyrir börn og konur. Vörurnar þeirra eru framleiddar í Kína, í Sedex vottuðum verksmiðjum til að tryggja hreinlæti og öruggar vinnuaðstæður starfsfólks. Allur textíll frá vörumerkinu era OEKO-TEX eða GOTs vottaður og öll mynstrin eru sköpuð af listamönnum víðsvegar að úr heiminum.