



























































Explorer heilsmekkur
Skemmtileg nýjung frá Elskbar!
Um ræðir síðerma heilsmekk sem er algjör snilld fyrir börn sem elska að sulla yfir matartímann. Hægt er að stilla ermarnar og hagræða smekknum á ýmsan hátt- þetta er því sannkallaður "One size" smekkur.
Pælingin er að smekkurinn hlífir fötum, matarstólnum og nærliggjandi svæði fyrir allskyns mat svo það sé auðveldara að þrífa eftir matartímann.
Efni
Skel:
Ytra efni: 100% polyester með TPU laminate
Merkið
Elskbar er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Danmörku sem leggur áherslu á mjög vandaðar og lífrænar vörur. Mynstrin og litirnir einkennir Elskbar; ótrúlega fallegir litir og mynstur úr plönturíkinu sem eru kynhlutlaus og algjört konfekt fyrir augað.