























Bundnar bleyjur úr lífrænni bómull - 5 í pakka
Vörulýsing
Bundnar bleyjur úr lífrænni bómull frá Disana. Þessar bleyjur passa börnum frá fæðingu og úr bleyjutímabilið því hægt er að minnka og þær og stækka eftir þörfum. Þær eru vel teygjanlegar og barnið á mjög auðvelt með hreyfanleika í þeim. Koma 5 saman í pakka.
Nánari upplýsingar
Bundnu bómullarbleyjurnar eru mjög svipaðar flötum bleyjum. Þó þær dragi sjálfar raka þá mælum við með því að nota gasbleyjur eða bústara til að auka rakadrægnina.
Þetta eru frábærar taubleyjur þá sérstaklega sem næturbleyjur paraðar saman með Disana ullarbuxunum. Þá er gott að nota rakadrægt trifold á milli og flísrenning ef maður vill. Ekki skemmir fyrir að þessar bleyjur eru 100% lífrænar og eru lausar við riflása og smellur sem lengir líftíma þeirra til muna. Þú munt þurfa skel til að gera bleyjuna vatnshelda.
Myndband
Umhirða
Það þarf að þvo bleyjurnar 3-5x áður en þær eru teknar í notkun til að ná upp rakadrægni og fjarlægja náttúrulegar vatnsfráhrindandi olíur sem finnast í lífrænni bómull. Mega fara í þurrkara á lágum hita en annars eru þær mjög fljótar að þorna á snúru.
Sjá þvotta leiðbeiningar á þvottamiða.
Efni
Efni: 100% lífræn bómull
Vottanir: GOTS (Global Organic Textile Standard)
Um merkið
Disana er þýskt gæðamerki sem leggur áherslu á að framleiða vörur úr eins náttúrulegum efnum og hugsast getur. Disana var stofnað fyrir 40 árum og hóf vegferð sína sem frumkvöðull í náttúrulegum taubleyjum en hefur í gegnum árin fært út kvíarnar og framleiðir einnig ullarfatnað og ullarvörur á alla fjölskylduna.