





Einfaldur nýburapakki
Vörulýsing
Einfaldur nýburapakki fyrir þá sem vilja hafa þetta ódýrt og ofureinfalt. Prefold eru virkilega þæginleg lausn fyrir nýbura sem kúka nánast í hverja einustu bleyju. Nóg er að eiga 20-30 prefold og 5-6 skeljar til að nota þetta kerfi eingöngu fyrstu mánuðina.
Nánar
Prefold geta nýst framvegis sem innlegg og bústerar í vasableyjur eða jafnvel bara sem tuskur í eldhúsinu.
Skelin getur nýst áfram yfir fitted næturbleyjur eða önnur innlegg því það er panel á báðum endum sem heldur innleggjunum á sínum stað. Einnig er smella við magann sem gerir það að verkum að hægt er að smella innleggjum eins og t.d. þau frá Bare and Boho við skelina.
Eiginleikar


Myndband
Um merkið
Einfaldar og hagkvæmar vörur sem geyma allt sem þú mögulega þarft til þess að leiða farsælt taubleyjulíf. Vinsælustu vörurnar frá Alva baby eru vasableyjurnar og bambus innleggin. Alva Baby er kínverskt merki og eru vörurnar saumaðar þar.