

















Miðlungs blautpoki með einu hólfi
Skemmtilegur miðlungs blautpoki frá breska merkinu Poppets.
Þessi er töluvert öðruvísi í laginu en allir aðrir sem við bjóðum uppá. Pokinn getur setið uppréttur með bleyjum inní og er opið að ofan rúmt og gott.
Eiginleikar
Pokinn er með eitt geymsluhólf en er með öðru minna hólfi inní fyrir minni hluti t.d fjölnota þurrkur eða bindi.
Stærð
Rúmar 4-bleyjur
33 cm x 25 cm og 11,5 cm botn
Efni
Ytra lag - 100% Polyester TPU
Þvottur og umhirða
Má fara í þvott á 60° max.
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.