Fara yfir í aðalefni

Tau fyrir heilsuna

Vissir þú að það er ekki skilyrði fyrir bleyjufyrirtæki að gefa upp hvað er í vörunum sínum? Það sama gildir um dömubindi og túrtappa.
Að lesa sig til um innihaldslýsingar hjá einstökum bleyjumerkjum er snúið -nánast ógerlegt- verk. Það vill enginn deila þessum upplýsingum opinberilega.
En við einfalda leit á google og youtube er hægt grafa innihaldslýsingarnar upp í grófum dráttum.
 
Einnota bleyjan er í raun snilldar vara fyrir hraða nútímaforeldra. Þær eru hannaðar til þess að geyma mikinn vökva án þess að taka of mikið pláss og án þess að barn finnur nokkuð fyrir því. Til þess að ná þessari frábæru frammistöðu þarf hún að innihalda ýmis kemísk efni og fara í gegnum sérstaka ferla. Þessi efni og verkferlar eru skaðleg bæði börnum og umhverfi.
 
Til þess að læra meira um einnota bleyjur ákváðum við að taka hana í sundur.
Einnota bleyjur eru í grunninn hannaðar svona:
  • Innra lag er venjulega úr polypropylene (eða öðru plasti) og við.
  • Ytra lag úr polypropylene filmu eða öðru plasti.
  • Þyrsti kjarninn er inniheldur venjulega Sodium Polyacrate, sem er dúðaður innanum þunn lög af viðarmassa (wood pulp) - og er venulega litað (hvíttað) með klór. Sodium Polyacrate og ferlið með klórnum eru þau atriði sem valda foreldrum áhyggjum varðandi einnota bleyjur. Sodium Polyacrate er þetta sem finnst eins og gel í blautri bleyju þegar þú klípur í hana. Þetta er ekki allt piss- heldur litlar perlur sem þenjast út við bleytu. Sodium Polycrate var einusinni notað í t.d túrtappa en hefur verið tekið úr þeim vörum vegna hættu á allskonar kvillum sem konur kvörtuðu undan (Sýkingar, hormónaójafvægi og toxic shock syndrome). Viðbrögð við Sodium Polycrate og dioxin efnunum (í klórferlinu) sem geta koma fram á stuttum tíma eru t.d útbrot, bruni og exem á bleyjusvæði en sum börn fá bletti um allann líkamann.

    Flestir taubleyjuforeldrar tilkynna að notkun bossakrems hefur minnkað til muna eftir að þau skiptu yfir í tau.
    Enda er dioxin hreint eiturefni og húð barna mjög viðkvæm. Langtímaáhrif af þessum efnum geta verið ófrjósemi bæði hjá konum og körlum, veikt ofnæmiskerfi og krabbamein.

    Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðistofnunni (WHO) er dioxin eitt skaðlegasta eiturefni sem fyrirfinnst fyrir fólk. Það sem veldur áhyggjum er tíminn sem börn dvelja í bleyjunum sínum. Við erum að tala um allann sólarhringinn, allt árið, í hátt upp í þrjú ár eða lengur.  Það er einfaldlega of mikið. Einnota bleyjur urðu ekki "mainstream" fyrr en fyrir tæpum 40 árum og hægt er að sjá samsvar á því og hækkandi tíðni ófrjósemi hjá bæði konum og körlum í dag.

  • Önnur þyrst polymers (SAPs) eru einnig oft í þyrsta kjarna bleyjunnar.
  • Stundum notað litar- eða ilmefni, sem geta valdið ofnæmisviðbrögðum og asma.

  • Ysta lagið - Allar einnota bleyjur hafa ysta lag sem er vatnshelt. Þetta lag inniheldur yfirleitt petroleum-ríkt plast. Sum bleyjumerki eru þó "grænni" og nota plöntumiðaðra plast (bioplast). Til þess að sjá hvaða merki gera þetta skaltu leita af "PLA" eða "Polyactic Acid" í innihaldslýsingunni.
 
 
Við hvetjum alla foreldra sem nota einnota eða þurfa að nota einnota stökum sinnum að velja merki sem eru á heilsusamlegri og umhverfismiðaðri þrátt fyrir að þær bleyjur kosta yfirleitt aðeins meira. 
 

Athugasemdir

Vertu fyrst/ur til að skrifa athugasemd

Karfan þín

Karfan þín er tóm í augnablikinu.
Smelltu hér til að halda áfram að versla.