Ullarskeljar frá Puppi - 4,5-9,5 kg




Mini One Size ullarskeljar eru frábær lausn fyrir foreldra sem vilja hafa barnið sitt í taui frá 4.5kg (c.a. 1-2 mánaða). Þessar skeljar passa fullkomlega börnum frá 4,5 kg - 9,5 kg.
Ullarskelin er notuð yfir gasbleyju eða fitted bleyju sem veita rakadrægni á meðan skelin veitir vatnsheldni. Gasbleyjur og fitted bleyjur henta einstaklega vel fyrir nýbura vegna þess hve oft og mikið þau kúka. Skipta þarf yfirleitt bara um gas- og fitted bleyjur svo lengi sem kúkur hefur ekki farið í skelina og svo er hægt að nota skelina aftur og aftur.
Við bleyjuskipti er skipt um gas- eða fitted bleyju og ullarskelin er viðruð þangað til kemur að næstu bleyjuskiptum. Við mælum með að eiga tvær 2-3 ullarskeljar til að rótera á milli bleyjuskipta.
Eiginleikar:
Þessi bleyjuskel er saumuð úr ítalskri merino ull og er ullin ofin á þann hátt að skelin er mjög þétt en jafnframt ótrúlega þunn og mjúk.
Bleyjurnar eru saumaðar á lítilli saumastofu í Póllandi og er hægt að sjá allt vinnsluferlið á instagram síðu Puppi diapers. Bleyjurnar eru saumaðar af mikill vandvirkni og falleg smáatriði eins og fallegir skrautsaumar eru í hverri bleyju.
Kostir við ullarbleyjur:
- Þú þarft færri skeljar. 4-5 skeljar eru nóg fyrir allt bleyju tímabil barnsins (!).
- Þú þarft sjaldnar að þvo skeljarnar. Oft er nóg að þvo hverja skel á 3-4 vikna fresti
- Ullarþvotturinn tekur mjög stutta stund, MAX 15-18 mínútur.
- Ullin er 100% náttúruleg
- Ull andar mjög vel og viðheldur réttu hitastigi í líkamanum svo börn hvorki svitna né soðna. Þeim verður heldur ekki kalt þó þau séu búin að pissa í bleyjuna.
- Ullin er gerð vatnsheld með lanolini sem er bakteríudrepandi. Lanolin brýtur niður þvag í salt og vatn sem svo gufar upp. Það má segja að ullin sé nánast sjálfhreinsandi.
- Það er sjaldan eða aldrei vond lykt af ullinni fyrr en eftir marga daga/vikur af notkun.
- Ef vel er hugsað um ullina getur hún enst í mörg ár, mun lengur en bleyju skeljar úr PUL.
Efni | 100% merino ull |
Stærð | Mini One size (4,5 - 9,5 kg/10-21 lb) |
Þvottaleiðbeiningar |
Handþvottur með ullarsápu. Viðra skelina eftir hverja notkun. Sjá ullarþvottaleiðbeiningar HÉR. |
Fyrir fyrstu notkun | Setja skelina í lanólínlögur |
Vottanir |
teygjur: keyptar frá GOTS- vottuðum framleiðanda(Global Organic Textile Srtandard), smellur: CPSIA |












