











Ullarnæturpakki
Vörulýsing
Þetta er án efa vinsælasti næturpakkinn sem við bjóðum uppá og fær okkar bestu meðmæli! Hámarkaðu þægindin fyrir barnið þitt og tryggðu því gott loftflæði með ullarnæturkerfi og rakadrægum fitted næturbleyjum að eigin vali. Gott er að huga að aukahlutum eins og lanolíni áður en gengið er frá kaupum.
Við mælum persónulega með lanolín molunum sem og viðhaldsspreyinu. Algjör snilld fyrir ullartauið!
Ullin er dásamleg næturlausn þar sem hún andar mjög vel og viðheldur réttu hitastigi í líkamanum svo börn hvorki svitna né soðna. Þeim verður heldur ekki kalt þó þau séu búin að pissa í bleyjuna. Það er sjaldan eða aldrei vond lykt af ullinni fyrr en eftir marga daga/vikur af notkun þar sem hún hrindir frá sér bakteríum sjálf. Rúsinan í pylsuendanum er að ull dregur í sig raka 30% af þyngd sinni án þess að blotna í gegn sé hún rétt lanólínseruð.
Afhverju næturbleyjur?
Börn eru yfirleitt lengur í næturbleyjunum, eða hátt upp í 12 tíma og þær þurfa því að halda vel svo þær dugi nóttina. Fæstar dagbleyjur eru með slíka rakadrægni. Því mælum við með því að eiga gott næturkerfi. Enginn höfuðverkur og ekkert vesen um miðja nótt!
Nánar um pakkann
Ullarbuxur frá Disana
"Pull-Up" ullarbuxur er algjör skyldueign fyrir fjölskyldur sem nota fitted, gas eða prefolds bleyjur því þær bjóða upp á hina fullkomnu vatnsheldu "skel" eða þekjun yfir bleyjusvæði. Buxurnar eru úr 100% lífrænni merino ull.
Ullarbuxurnar frá Disana draga ekki í sig bakteríur, anda vel, halda hita þó þær blotni, og eru rakadrægar og teygjanlegar. Þær eru úr tvöföldu lagi af ofinni ull með stroffi utan um maga og um læri svo þær passi betur. Þær koma í 5 stærðum til þess að passa sem best og í fallegum litum.
Fitted næturbleyjur frá Little Lamb
Fitted bambus bleyjurnar frá Little Lamb fást í fjórum mismunandi stærðum og eru einstaklega rakadrægar. Sniðið á þeim er þægilegt til þess að vinna með og henta því næturvaktinni vel.
Með hverri bleyju fylgir:
1x bambus búster (saumaður inn í fyrir stærð 2 og 3)
1x flísrenningur
Bambus fitted bleyjurnar frá Little Lamb minnka og verða stífari með tímanum en halda þó góðri rakadrægni svo lengi sem þær eru ekki orðnar of litlar á barnið. Koma bæði með riflás og án riflásar. Riflásinn er mjög þæginlegur en verður þreyttur með tímanum. Riflásinn á það einnig til að rífa í ullina sem er gott að hafa í huga þegar maður er að velja réttu næturbleyjurnar en ef vandað er verkið við bleyjuskiptin ætti ullarskelin að haldast heil. Ef valin er fitted skel án riflásar þarf að huga að festingum eins og taubleyjuklemmum eða öryggisnælum.
One size fitted næturbleyjur frá Alva baby
Fitted bleyjurnar frá Alva baby hafa slegið í gegn hjá okkur að undanförnu og ekki að ástæðulausu. Þær eru einstaklega liprar og gífurlega rakadrægar. Passa börnum frá fæðingu og upp að c.a. 14 kg. Við mælum með að bæta við búster fyrir ofurpissarana þarna úti og flísrenning svo að barninu líður sem best og finni ekki fyrir vætu á nóttunni. Stærð 1 hentar börnum frá fæðingu og upp í 9kg og stærð 2 hentar börnum 8kg og upp úr.