Elskbar Light Flow tíðabindið er þunnt og nett tíðabindi sem hægt er nota á síðustu dögum tíða eða úthreinsunar eftir barnsburð þegar flæðið er orðið minna. Það hentar einnig ef þú notar álfabikar og vilt vera með innlegg til öryggis og einnig ef þér finnst gott að vera með innlegg vegna útferðar á þeim tímum sem þú ert ekki á túr.