Tíðabindi frá Elskbar - Light Flow




Elskbar Light Flow tíðabindið er þunnt og nett tíðabindi sem hægt er nota á síðustu dögum tíða eða úthreinsunar eftir barnsburð þegar flæðið er orðið minna. Það hentar einnig ef þú notar álfabikar og vilt vera með innlegg til öryggis og einnig ef þér finnst gott að vera með innlegg vegna útferðar á þeim tímum sem þú ert ekki á túr.
Svona er bindið samsett:
Innsta lag: Dúnmjúkur bambus velúr
Milli lag: Eitt lag af grófu bambus efni
Yrsta lag: Vatnshelt TPU með dásamlegu munstri.
Yrsta lagið er svokallað TPU sem dregur ekki í sig raka en er vatnshelt svo blóð kemst ekki í gegnum bindið. Bambus lögin sem eru samanlagt tvö talsins, draga í sig raka.
Tíðabindið er með vængi sem hægt er að smella í kringum nærbuxurnar svo það helst á sínum stað.
Light Flow er 19 cm á lengd og 5.5 cm á breidd þegar það er smellt.















