














Taurúlla - Bambus terry - Taubleyja, fjölnota þurrkur og taubleyjunæla
Vörulýsing
Vandaðar fjölnota þurrkur í fullkominni stærð úr mjúku bambus terry rúllaðar inn í flata taubleyju og festar með taubleyjunælu! Hversu sætt!
Þurrkurnar eru rúllaðar upp í flata bambus taubleyju sem er 50x50cm að stærð. Þessi fjölnota taubleyja nýtist til að mynda sem nýburableyja fest með taubleyjunælu á gamla mátann. Ef þú þarft fleiri taubleyjunælur þá geturu fengið þær HÉR og ef þú vilt frekar taubleyjuklemmu (snappi) þá fæst hún HÉR. Til að fullkomna bleyjuna mælum við með þurrkanlegri Ai2 skel frá Bare and Boho eða ullarskel fyrir nýbura frá Puppi. Einnig er hægt að nota taubleyjuna sem skiptidýnu, til að grípa litlu óvæntu pissuslysin eða sem handklæði í nýburabaðinu og margt fleira.
Fjölnota þurrkurnar koma 10 saman í pakka. Fullkomnar fyrir litla bossa, hendur og andlit og til að bústa bleyjur!
Bleyttu þurrkurnar með Ilmmolum frá Poppets og litli bossinn mun ilma eins og blóm í haga án allra eitur og aukaefna.
Efni og stærð
Fjölnota þurrkur: 20cm x 20cm tvöfalt og teygjanlegt bambus terry
Flöt taubleyja: 50x50 tvöfalt og teygjanlegt bambus terry
Myndband
Jo Fold sýningarmyndband - tilvalið fyrir nýbura
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.