Tók nýburapakkann á leigu sem hefur reynst okkur mjög vel. Úrvalið í pakkanum er fjölbreytt og hefur hjálpað við að skýra hvaða týpur af bleyjum henta við ólíkar aðstæður.
Þjónustan og viðmótið hjá Apríl og Elínu er til fyrirmyndar, en þær eru svo jákvæðar og hjálpsamar að það smitar út frá sér.