Búster úr bambus-bómullarblöndu frá Bare and Boho
Öflugur fjögurra laga búster úr bambus og bómull frá Bare and Boho.
Tilvalinn ferðafélagi fyrir næturnar eða "ofurpissara".
Bústerinn er með míkróflís sem efsta lag sem heldur barninu þurru og er þannig í laginu að hann ætti að passa vel í kringum læri án þess að krumpast.
Þessi búster er "one size" og ætti að passa í flestar "one size" bleyjur og ofar.
Magnafsláttur
Þú færð 10% afslátt ef þú kaupir 5 saman. Afsláttur reiknast þegar þú setur þá í körfuna þína.


