




















Ferðaskjóður - 17x14x27cm
Vörulýsing
Falleg ferðaskjóða úr TPU fyrir taubleyjur.
Taskan er rúmgóð og hægt að hengja upp. Einnig hægt að nota undir sundföt, pumpur eða annað sem þarf að geyma fyrir utan heimilis. Fullkomið form til að halda góðu skipulagi í ferðatöskunni og bakpokanum.
Þú kemur 7 hreinum bleyjum í töskuna. Minna hólf er að framan með rennilás sem hægt er að geyma ýmsa minni hluti í.
Um merkið
Elskbar er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Danmörku sem leggur áherslu á mjög vandaðar og lífrænar vörur. Mynstrin og litirnir einkennir Elskbar; ótrúlega fallegir litir og mynstur úr plönturíkinu sem eru kynhlutlaus og algjört konfekt fyrir augað.