Nýburableyjur frá Elskbar










Virkilega vandaðar og mjúkar nýburableyjur frá danska merkinu Elskbar sem hægt er að nota frá fyrsta degi nýs lífs!
Bleyjurnar eru nettar og auðveldar í notkun fyrir nýja foreldra í taui. Bleyjurnar eru með tvöfaldri teygju um lærin og koma með þreföldu bambus trifold innleggi sem þú getur brotin á ýmsa vegu .
Þessar dúllur ættu að passa á börn frá 2.5-6kg.
Bleyjan er AIO - sem þýðir að hún er tilbúin eins og hún kemur. Bleyjan er einnig með auka innleggi sem þú smellir í ef þú þarft þess. Þetta fyrirkomulag styttir þurrkutímann sem bleyjan þarf milli þvotta.
Það þarf að skipta um alla bleyjuna við hver skipti þar sem það er rakadræg miðja saumuð í bleyjuna.
Ytri skel : 100% Polýester með TPU áferð
Innra lag: 85% bambus og 15% polyester
Innlegg: 85% bambus og 15% polýester







































