Leigupakki - Eldri nýburableyjur

10.350 kr
Virðisaukaskattur innifalinn.

Nýburaleigan er frábær leið til þess að nota taubleyjur alveg frá upphafi án þess að brjóta bankann. Eldri nýburapakkinn er á frábæru verði, en það kostar minna að vera með hann í leigu í mánuð heldur en að nota bréfbleyjur á nýburann fyrsta mánuðinn.

Eldri nýburapakkinn er meira notaður og það sést meira á honum en hann á nóg eftir og er meira en tilbúinn á vaktina! Eldri nýburapakkarnir eru teknir úr umferð bleyjurnar þegar eru orðnar slappar eða við sjáum að hann sé hreinlega ekki lengur leigufær. Þannig hámörkum við notkunargildið sem er auðvitað betra fyrir umhverfið. Foreldar geta notað hann um allt land en viðkomandi þarf að greiða sendingagjald á milli staða. 

*Vinsamlegast kynntu þér leiguskilmálana okkar áður en þú bókar. 

15 x AIO nýburableyjur frá Totsbots
15 x Fitted nýburableyjur frá Little Lamb
3 x Skeljar frá Little lamb til að nota með Fitted bleyjunum
Stór Deluxe geymslupoki frá La Petite Ourse (Vinsælasti aukahluturinn okkar)
Stór PUL poki með tvöföldu hólfi í skiptitöskuna
10 x fjölnota bambusþurrkur

30 daga leiga kostar kr. 10.350.- og samsvarar kr. 345.- á dag.

Á dagatalinu hér á síðunni geturðu séð þær dagssetningar sem nýburapakkinn er laus til leigu. Þú getur hafið leiguna frá hvaða degi sem er merktur SVARTUR
Veldu upphafsdagssetningu og dagatalið velur sjálfkrafa næstu 30 daga og tekur þá daga frá fyrir þig á meðan þú gengur frá pöntuninni.
Þú staðgreiðir fyrir notaða nýburapakkann sem samsvarar mánaðarleigu (30 dagar)*
Þú velur hvort þú viljir sækja eða fá heimsent í greiðsluskrefinu. Ef þú velur að fá heimsent þá sendum við þér endursendingarmiða með.
Við sendum þér leiðbeiningar í tölvupósti um hvernig skal meðhöndla bleyjurnar þegar þú hefur greitt fyrir leiguna að fullu.

Eldri nýburapakkinn er staðgreiddur og fæst ekki endurgreiddur að hluta eins og nýlegu pakkarnir okkar. Ef þú vilt fá tækifæri á að skila nýburapakkanum fyrr og fá inneignarnótu þá mælum við með að bóka nýjan pakka hjá okkur. Það getur þú gert hér: https://www.cocobutts.is/products/leigupakki-nyburableyjur

Karfan þín

Takk fyrir að hafa samband! Við munum svara þér eins fljótt og auðið er Takk fyrir að skrá þig á póstlistann okkar Takk! Við látum þig vita þegar varan er aftur fáanleg. Ekki eru til fleiri eintök af þessari vöru en það sem þú hefur þegar bætt í körfuna þína Það er einungis eitt eintak eftir af þessari vöru