Fletta yfir í aðalefni
Ath nýja sumaropnunartímann | Frí heimsending með pöntunum yfir 25.000 | Tökum við netgíró og Pei

Gasbleyjur úr 100% bómull

Mjúkar gasbleyjur úr hágæða 100% bómull og eru 140þráða. Það gerir þær þykkari og betri til taubleyjunota heldur en hefðbundnar gasbleyjur sem margir nota sem ropklúta fyrir ungabörn.

Gasbleyjur eru hagkvæmar sem taubleyjur og hafa mikið notkunargildi. Hægt er að brjóta þær saman á mismunandi vegu til að passa barninu þínu sem best og svo er þeim lokað með svokölluðum taubleyjuklemmum. Einnig er hægt að nota gasbleyju sem skiptimottu, brjóstagjafaklút eða ropklút.

Gasbleyjurnar þorna einstaklega hratt og koma í tveimur stærðum. 
Þær skreppa saman um 10% við fyrsta þvott og ná fullri rakadrægni eftir nokkra þvotta.

 

- Framleitt í Evrópu
- 100% bómull 140 þráða

STÆRÐIR

Origami brot:

- upp að 4 kg - 50x50 cm
- upp að 7 kg - 60x60 cm
- upp að 9 kg - 70x70 cm
> 9 kg+ - 80x80 cm

Brotið saman sem innlegg i vasableyju:

- Upp að 6 kg - 50x50 cm - Hægt að nota sem búster eftir 6kg
- 6-8 kg - 60x60 cm - Hægt að nota sem búster eftir 8kg
- 8-10 kg - 70x70 cm - Hægt að nota sem búster eftir 10kg
>10 kg+ - 80x80 cm - Hafa skal í huga að ein gasbleyja inniheldur ekki mjög mikla rakadrægni fyrir barn yfir 10kg

Efni
100% bómull
Mál
50x50cm (19,7"x19,7"), 60x60cm (23,6"x23,6"), 70x70cm (27,6"x27.6"), 80x80cm (31.5"x31.5")
Þvottaleiðbeiningar 60'C (140'F), Má fara í þurrkara

Karfan þín

Karfan þín er tóm eins og er.
Smelltu hér til að halda áfram að versla.