





Fjölnota þurrkur - Lífræn bómull - 15x20cm (12 í pakka)
Vörulýsing
Sherpa þurrkur eru búnar til úr lífrænni egypskri bómull og eru vistvænar fyrir jörðina og mjúkar og góðar fyrir húðina. Þær hafa margvíslegt notagildi þar sem hægt er að nota þær sem þurrkur fyrir viðkvæma bossa og andlit, sem þvottapoka í baðinu, til að fjarlægja make-up og bara sem almennar tuskur á heimilinu.
Eiginleikar og stærð
Þessar þurrkur eru ekki forþvegnar í framleiðsluferlinu og hafa ekki fengið sinn fyrsta þvott. Það myndi skaða lífrænu framleiðsluna. Hafið í huga að þurrkurnar munu dragast saman um 6% við þvott, svipað og öll önnur textílefni. Egypskur bómull rúllast saman þegar hann þornar en breiðir úr sér þegar hann blotnar.
-12 þurrkur saman í pakka
-Ummál 15 x 20 cm fyrir þvott
Umhirða
- Þvottur 40-60 gráður
- Ekki leggja í klór
- Má setja í þurrkara á lágan hita
- Má strauja á lágum hita
- Við hvertjum þig til að þvo vörurnar þínar með umhverfisvænu og eiturefnalausu þvottaefni sem fer vel með jörðina og húð barnsins þíns. Við mælum með þvottaefnunum frá Nimble.
Vottanir
- Búið til úr 100% lífrænum Egypskum bómull | Vottað af GOTS Global Organic Textile Standard
- Laust við aukaefni á borð við Azo colorants, BPA, flame retardants, formaldehyde, fragrance, PVC or lead
- Fyrsta og eina Egypska barnafatamerkið sem hlýtur Gold Egyptian Seal fyrir einstaklega mjúka hágæða egypska bómull
- Allar vörurnar frá Under the Nile og eru vottaðar FAIRTRADE®. Fair Trade. er viðskiptaleið sem tryggir það að bændur við uppruna bómullarinnar fái sanngjarnt greitt; einnig veitir það þeim styrki til að þróa samfélagsverkefni. GOTS er viðurkennt um allan heim sem leiðandi vinnslustaðall fyrir vefnaðarvöru úr lífrænum trefjum.
Um merkið
Under the Nile er yfir 20 ára gamalt merki frá Egyptalandi sem framleiðir hágæða barnafatnað og mjúkar barnavörur úr lífrænni GOTS vottaðri egypskri gæðabómull.