Besta bindið til að nota á þyngstu tíðadögunum og rétt eftir fæðingu
Þegar þú þarft virkilega mikla rakadrægni
Elskbar Heavy Flow er stórt og rakadrægt fjölnota tíða- og úthreinsunarbindi sem er jafnframt einstaklega þægilegt. Fullkomið bindi fyrir konur sem blæða mikið, sem næturbindi og sem úthreinsunarbindi fyrstu dagana eftir fæðingu.
Svona er bindið samsett:
Innsta lag: 1 lag af dúnmjúkum bambus velúr
Milli lag: 3 lög grófur bambus
Yrsta lag: Vatnshelt TPU með dásamlegu munstri.
Yrsta lagið er svokallað TPU sem dregur ekki í sig raka en er vatnshelt svo blóð kemst ekki í gegnum bindið. Bambus lögin sem eru fjögur samanlagt, draga í sig raka.
Tíðabindið er fest í kringum nærbuxurnar með smellum þannig að það helst á sínum stað. Þú ættir ekki að finna fyrir neinum óþægindum af smellunum þegar bindið er í notkun.
Þú munt líklegast aldrei nota aftur einnota tíðabindi þegar þú hefur prófað fjölnota! Fjölnota bindi festast ekki við húðina, þau lykta minna en einnota tíðabindi og stuðla að heilbrigðari bakteríuflóru þarna niðri. Á sama tíma verndar þú umhverfið frá gífurlegu magni einnota tíðabinda og tíðatappa sem enda í urðun og fylla jörðina okkar af rusli.
Heavy Flow er 31 cm á lengd og 7/6.5 cm á breidd þegar það er smellt.