Ai2 bleyjur frá Lighthouse Kids Company

Write a review
| Ask a question
5.490 kr
Virðisaukaskattur innifalinn.

Lighthouse Kids Company Al2 taubleyjan er með þurrkanlegri skel, með tvöfaldri teygju og með smellanlegu innleggi. Skiptu á barninu, þurrkaðu skelina og settu nýtt innlegg í.  Svo einfalt er það!

Tunguinnleggið frá LKC hefur tvo valmöguleika - að barnið finni ekki fyrir vætu (stay-dry) á einni hlið og að barnið finni fyrir vætu (wet-side) á hinni hliðinni. Þú snýrð innlegginu bara á þá hlið sem þú vilt nota. Þitt er valið!

- Bleyjan er með auka panel um bumbuna sem veitir extra lekavörn um magann. Bleyjan er með smellukerfi.

- Gott bambus innlegg fylgir með bleyjunni sem heldur um 415 ml af vökva. Innleggið er hægt að opna og brjóta saman eins og bók og gefur í heildina yfir 8 lög af rakadrægni ef það er brotið saman til hins ýtrasta. Innleggið er með "stay-dry" á einni hliðinni en ekki hinni, svona getur þú breytt bleyjunni í frábæra þjálfunarbleyju þegar kemur að því!

Efra lagið er 80% bambus og neðra lag 20 lífrænn bómull.

**Ath að það þarf að þvo innleggin nokkrum sinnum til þess að virkja rakadrægni. Þetta á við allar taubleyjur yfir höfuð.
**Ath að innleggið mun minnka í þvott- en það mun þó ekki bitna á frammistöðu innleggsins.

Ytra lagið er úr LUX TPU efni (sem er teygjanlegra en venjulegt PUL) úr endurunnu polýester.
Innra lagið er úr AWJ (Athletic Wicking Jersey). AWJ andar mjög vel og býður upp á meira rými fyrir hreyfingu.

Allt sem viðkemur þessari bleyju er OEKO-Tex® og CPSIA vottað.

Karfan þín

Takk fyrir að hafa samband! Við munum svara þér eins fljótt og auðið er Takk fyrir að skrá þig á póstlistann okkar Takk! Við látum þig vita þegar varan er aftur fáanleg. Ekki eru til fleiri eintök af þessari vöru en það sem þú hefur þegar bætt í körfuna þína Það er einungis eitt eintak eftir af þessari vöru