Search

Tau fyrir umhverfið

Updated: Jan 21

Vísindamenn segja að einnota bleyjur eru gífurleg umhverfisógn. Við vitum að við erum fyrir löngu komin yfir þolmörk plánetunnar þegar kemur að urðun, plasti í sjó og mengun. Með því að nota tau á börnin okkar drögum við til muna úr heimilissorpi sem ekki er hægt að endurvinna /nýta og sem endar í urðun næstu 400 árin. Það er í okkar höndum að stuðla að grænni og hreinni framtíð fyrir börnin okkar að vaxa og dafna í. Með því að skilja ekki eftir 6000-8000 bleyjur eftir í jörðinni er frábært skref að því.


Á Íslandi höfum við ekki sett upp viðeigandi kerfi þar sem einnota bleyjur eru endurunnar og nýttar í eldsneyti (eins og fyrirfinnst í öðrum Norðurlöndum) en Sorpa er að huga að þessum uppsetningum. Þangað til enda bleyjur enþá í urðun, staðir sem eru hannaðir til þess að geyma sorp en ekki eyða því. Úrgangurinn fær kjörið tækifæri til þess að sýkja land og vatn í kring.


Dæmið:

Langflest börn á Íslandi nota einnota bleyjur. Að meðallagi notar barn um 2200 bleyjur fyrsta árið sitt. Árið 2019 fæddust 4452 börn á Íslandi. Fyrir utan nokkur frávik, þá má ætla að það séu ansi margar bleyjur sem enda í urðun hér á Íslandi ár hvert. Talan hleypur á miljónum, á hvert, í yfir 400 ár.13 views0 comments

Recent Posts

See All
  • Facebook Basic Black
  • Pinterest Basic Black
  • Twitter Basic Black

Vörur er hægt að sækja í Austurbrún 4, 104 Reykjavík


 Cocobutts: s: 8477866

© 2020 by COCOBUTTS. Proudly created with Wix.com