Search

Ég var að kaupa fyrstu bleyjurnar mínar, hvað nú?

Til hamingju með nýju bleyjurnar þínar!

Fyrsta skref er að undirbúa þær fyrir notkun. Það þarf að væta þær/þvo þær til þess að koma rakadrægninni í gang. Almennt er talað um að þvo þær 2-3 sinnum áður en þær eru teknar í notkun í fyrsta sinn, en auðvitað ræður þú hvað þú gerir. Persónulega læt ég þær liggja í bleyti í 6-8 klst áður en ég set þær síðan í langan þvott (40°með þvottaefni ) með 3-4 skolum. Síðan byrja ég að nota þær. Rakadrægnin eykst síðan með hverjum þvotti.


Síðan er gott að hafa þrjár meginreglur í huga varðandi taubleyjur. Það fyrsta er að ef þú ert að nota microfiber innlegg þá passa að þau eru aldrei upp við húð barnsins. Þetta er vegna þess að þau innlegg draga mikinn vökva í sig, hratt, og geta þurrkað húð barnsins. Því skal alltaf passa að hafa alltaf eitthvað á milli innleggsins og og húð barnsins.


Annað er að ef þú notar bossakrem þá passa að það sé ekkert zinc í kreminu. Zinc gerir bleyjuna vatnshelda og vinnur gegn tilgangi hennar. Ég mæli með Weleda (fæst í öllum helstu apótekum ) en annars hægt að nota hvað sem er sem er ekki með zinci.


Vegna þess að taubleyjur draga augljóslega ekki jafn mikið í sig og einnota bleyjur gera þá eru tíðari bleyjuskipti í tauinu. Almennt er gott að skipta á barni á 2-3 tíma fresti og gildir það sérstaklega með barn í taui. Þau finna líka meira fyrir vætunni og geta orðið óroleg þegar þau finna að þau eru orðin blaut. Á móti kemur að barn á taui er gjarnan styttra á bleyju vegna þess að þau tengja vætu við óþægindi og fara fyrr á kopp.


Loks er að muna að leki er partur af taunotkun, en ekki örvænta því um leið og þú ert buin/nn að fatta hvernig gerðir og rakadrægni henta þínu barni þá ætti að vera minna um það. Margir foreldrar fara í gegnum þetta án þess að fá einn einasta leka. Þegar lekur þá vantaði yfirleitt upp á rakadrægnina, var mátunin röng eða samfellan of þröng. Prófaðu þig áfram og reyndu upp á nýtt. Hin fullkomna rútina kemur hjá okkur öllum á endanum!

17 views0 comments

Recent Posts

See All
  • Facebook Basic Black
  • Pinterest Basic Black
  • Twitter Basic Black

Vörur er hægt að sækja í Austurbrún 4, 104 Reykjavík


 Cocobutts: s: 8477866

© 2020 by COCOBUTTS. Proudly created with Wix.com