Það er alltaf hægt að treysta á vingjarnlega þjónustu í Cocobutts. Þær leiðbeina afskaplega vel ef taubleiulífið er eitthvað að klikka og augljóslega vinna hörðum höndum að framúrskarandi þjónustu og vöruúrvali. Alltaf hægt að finna eitthvað sem hentar.
Góð þjónusta og mikið og flott vöruúrval. Elska hvað það er mikið af fræðsluefni á síðunni, hjálpaði mér mikið þegar ég var að byrja í tauinu :)
Stelpurnar í cocobutts eru dásamlegar og taka alltaf vel á móti manni og veita manni úrvals þjónustu, ég fékk prívat kennslu á taubleyjur inní búð þegar ég koma og keypti :)
Hef verslað nokkuð oft við cocobutts.is og alltaf fengið frábæra þjónustu!
Lenti í smá veseni með eina bleyjuna og þær skiptu henni strax út fyrir nýja. Hef líka sent á þær fyrirspurnir og alltaf fengið góð ráð!
Mæli svo sannarlega með cocobutts
Tók nýburapakkann á leigu sem hefur reynst okkur mjög vel. Úrvalið í pakkanum er fjölbreytt og hefur hjálpað við að skýra hvaða týpur af bleyjum henta við ólíkar aðstæður.
Þjónustan og viðmótið hjá Apríl og Elínu er til fyrirmyndar, en þær eru svo jákvæðar og hjálpsamar að það smitar út frá sér.