Viltu bóka okkur?
Við elskum að hitta og spjalla við foreldra sem eru að velta tauinu fyrir sér!
Hér eru nokkrir valmöguleikar til þess að bóka okkur.
Bumbuhópafyrirlestrar á ZOOM (Gjaldfrjálst).
60 mínútna örfyrirlestrar um allt sem viðtengist taui. Frábær leið til þess að kynna taubleyjur fyrir þeim sem hafa áhuga á umhverfisvænu foreldrahlutverki. Gjafaleikir allann fyrirlesturinn ásamt afsláttarkóðum. Þetta er án efa vinsælasta bókunin okkar.
Viðburður í sturtuveislu (12.900kr+upphæð á gjafabréfi)
Virkilega skemmtileg leið til þess að krydda upp á sturtuveisluna hjá vinkonu þinni. Bókaðu okkur í heimsókn og við gefum heppnu mömmunni klukkutíma örnámskeið í taui ásamt skemmtilegum leikjum og kóðum. Allur hópurinn fær að taka þátt. Heimsóknin er í 60 mín.
Við mælum með að kaupa síðan gjafabréf með upphæð frá hópnum til þess að gefa mömmunni að fyrirlestri loknum. Einnig er möguleiki að kaupa hjá okkur taubleyjutertu - gjöf sem slær í gegn!
Einstaklingsráðgjöf á ZOOM (Galdfrjálst)
Við bjóðum við upp á fría 30 mínútna einstakilngsráðgjöf á Zoom þar sem þú færð alla þá leiðsögn sem þú þarft á að halda til þess að koma þér af stað í tauinu.
Það eina sem þú þarft að gera er að skilja eftir upplýsingarnar þínar hér fyrir neðan og fyrir hvað þig langar að bóka okkur. Við höfum samband innan skamms!