Fara yfir í aðalefni
Startpakkinn
Startpakkinn
Startpakkinn
Startpakkinn

Startpakkinn

24.312 kr
30.390 kr
Virðisaukaskattur innifalinn.

Vörulýsing

Fyrstu skrefin að umhverfisvænu foreldrahlutverki geta verið flókin - því settum við saman startpakkann upprunalega! Við kynnum til leiks uppfærðan Startpakka sem inniheldur allt sem þú þarft til að byrja, vaxa og dafna í taui.  

Yfir 150 fjölskyldur hafa nýtt sér upprunalega Startpakkann til þess að koma sér af stað á einfaldan og hagkvæman máta. Þau hafa flest öll blómstrað í tauinu síðan! 

Nú er komið að ykkur!

Hvað er í Startpakkanum ?

5x AWJ Vasableyjur frá Alva baby með bambus innleggi
1x Ai2 Flexi Cover skel frá Bare and Boho
3x Bambus innlegg frá Bare and Boho
1x Einnota liner frá Little lamb
1x Stór blautpoki með tveimur geymsluhólfum frá Little Lamb

Hvernig nýtist Startpakkinn?

- Startpakkinn er dagspakki sem inniheldur samtals 5x vasableyjur og þurrkanlegri skel ásamt þremur innleggum sem dugar fyrir 6-8 bleyjuskipti eða taubleyjunotkun í c.a. einn dag.

- Einnota linerinn er settur ofan á bleyjurnar til að grípa kúkinn (Þegar barn byrjar á fastri fæðu). Linerinn er nauðsynlegur ef þið ætlið að nota bossakrem með zinc-i. 

- Blautpokinn er hugsaður til þess að geyma bæði hreinar og óhreinar bleyjur en einnig er hægt að nýta hann í margt annað - eins fatapoka, sundpoka eða hvað sem þú myndir annars nota plastpoka í.

Customer Reviews

Based on 4 reviews
100%
(4)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
B
Bryndís Gísladóttir (Kopavogur)
Frábær byrjun

Búin að vera að mana mig upp í smá tíma að byrja á taubleyjunum, var búin að prufa prufupakka frá öðru fyrirtæki, en hafði ekki en fjárfest því ég vissi ekki hvar væri best að byrja sjálf. Ákvað svo að skella mér á þennan pakka og sé svo alls ekki eftir þvi. Frábær leið til að byrja og á bara eftir að bæta í safnið;)

n
nafnlaust (Hafnarfjordur)
Fullkomin byrjun

Ég vissi ekki hvar ég ætti að byrja þar sem það er svo ótrúlega margt í boði en með startpakkanum frá Cocobutts og allri þeirri frábæru hjálp og fróðleik sem starfsfólkið veitti mér varð þetta ekkert mál. Fékk þrjár týpur til að prófa sem gaf mér betri hugmynd um hvað hentaði mínu barni.
Veit einfaldlega ekki hvort ég hefði byrjað í taui ef það væri ekki fyrir þennan startpakka

Þ
Þórunn Árnadóttir (Reykjavik)
Frábær byrjun

Fór á netnámskeiðið taubleyjur fyrir byrjendur og ákvað að taka startpakkann sem fyrstu skrefin mín í tauinu. Mér finnst þessi startpakki góð byrjun og allt sem maður þarf til að prófa sig áfram í tauinu. Allar belyjurnar í pakkanum eru mjög góðar og þæiglegar í notkun.

S
Sunna Davids (Reykjavik)
Heilbrigður krúttbossi :)

Ég byrjaði í taui með annað barn fyrir algjöra slysni þegar ég fann Cocobutts á popup markaði. Ég var kasólétt og sá fullt af krúttlegum bleyjum sem dró mig að ykkur í mjög fróðlegt og skemmtilegt spjall. Ég vissi ekki að taubleyjur væru búnar að þróast svona mikið en ég er all in fyrir allt sem er fjölnota til þess að vernda umhverfið okkar. Ég hugsaði mig ekki tvisvar um og keypti startpakka og bókaði leigu á nýburableyjupakka frá fæðingardegi barnsins sem var sendur heim kvöldið sem við komum heim frá fæðingarheimilinu. Nýburableyjurnar komu sér súper vel því þær pössuðu mikið betur og eru líka svo krúttlegar og kósý á svona pínulítin bossa. Við notuðum þær þar til hún var 6 vikna en þá skiluðum við þeim og byrjuðum að nota startpakkann sem er mjög skemmtilegur því í honum eru mörg mismunandi kerfi sem við erum að prófa og sjá hvað virkar best á litla krúttbossann okkar. Bossinn er laus við roða og það kemur varla fyrir að það leki og einfalt að þrífa og ganga frá. Við prófuðum aðeins einnota þegar við fórum í ferðalag og í langa heimsókn og komumst að því að þær leka frekar og það kom strax roði á bossann (man það líka með fyrra barnið að það var miklu oftar roði á bossanum). Ég var fyrst smá stressuð að þetta væri flókið að læra fyrir okkur foreldrana en þetta var ekkert mál og þið eruð líka svo góðar að útkýra allt bæði á heimasíðunni og í símann eitt skiptið þegar ég þurfti hjálp. Núna áðan var ég líka að ljúka gjaldfrjálsu byrjendanámskeiði hjá ykkur sem var snilld til þess að eiga farsælt taubleyjulíf og það verður aldrei aftur snúið, við erum að elska þetta. Ég er líka komin með fjölnota lekahlífar og dömubindi frá ykkur því ég fékk sjokk fyrstu dagana við tilhugsunina um allt sem væri að fara í ruslið. Þið eruð að gera frábæra hluti með litlu sætu búðinni ykkar og með því að fræða fólk. Við erum með ykkur í liði í team taubleyjur, let’s go!

Customer Reviews

Based on 4 reviews
100%
(4)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
B
Bryndís Gísladóttir (Kopavogur)
Frábær byrjun

Búin að vera að mana mig upp í smá tíma að byrja á taubleyjunum, var búin að prufa prufupakka frá öðru fyrirtæki, en hafði ekki en fjárfest því ég vissi ekki hvar væri best að byrja sjálf. Ákvað svo að skella mér á þennan pakka og sé svo alls ekki eftir þvi. Frábær leið til að byrja og á bara eftir að bæta í safnið;)

n
nafnlaust (Hafnarfjordur)
Fullkomin byrjun

Ég vissi ekki hvar ég ætti að byrja þar sem það er svo ótrúlega margt í boði en með startpakkanum frá Cocobutts og allri þeirri frábæru hjálp og fróðleik sem starfsfólkið veitti mér varð þetta ekkert mál. Fékk þrjár týpur til að prófa sem gaf mér betri hugmynd um hvað hentaði mínu barni.
Veit einfaldlega ekki hvort ég hefði byrjað í taui ef það væri ekki fyrir þennan startpakka

Þ
Þórunn Árnadóttir (Reykjavik)
Frábær byrjun

Fór á netnámskeiðið taubleyjur fyrir byrjendur og ákvað að taka startpakkann sem fyrstu skrefin mín í tauinu. Mér finnst þessi startpakki góð byrjun og allt sem maður þarf til að prófa sig áfram í tauinu. Allar belyjurnar í pakkanum eru mjög góðar og þæiglegar í notkun.

S
Sunna Davids (Reykjavik)
Heilbrigður krúttbossi :)

Ég byrjaði í taui með annað barn fyrir algjöra slysni þegar ég fann Cocobutts á popup markaði. Ég var kasólétt og sá fullt af krúttlegum bleyjum sem dró mig að ykkur í mjög fróðlegt og skemmtilegt spjall. Ég vissi ekki að taubleyjur væru búnar að þróast svona mikið en ég er all in fyrir allt sem er fjölnota til þess að vernda umhverfið okkar. Ég hugsaði mig ekki tvisvar um og keypti startpakka og bókaði leigu á nýburableyjupakka frá fæðingardegi barnsins sem var sendur heim kvöldið sem við komum heim frá fæðingarheimilinu. Nýburableyjurnar komu sér súper vel því þær pössuðu mikið betur og eru líka svo krúttlegar og kósý á svona pínulítin bossa. Við notuðum þær þar til hún var 6 vikna en þá skiluðum við þeim og byrjuðum að nota startpakkann sem er mjög skemmtilegur því í honum eru mörg mismunandi kerfi sem við erum að prófa og sjá hvað virkar best á litla krúttbossann okkar. Bossinn er laus við roða og það kemur varla fyrir að það leki og einfalt að þrífa og ganga frá. Við prófuðum aðeins einnota þegar við fórum í ferðalag og í langa heimsókn og komumst að því að þær leka frekar og það kom strax roði á bossann (man það líka með fyrra barnið að það var miklu oftar roði á bossanum). Ég var fyrst smá stressuð að þetta væri flókið að læra fyrir okkur foreldrana en þetta var ekkert mál og þið eruð líka svo góðar að útkýra allt bæði á heimasíðunni og í símann eitt skiptið þegar ég þurfti hjálp. Núna áðan var ég líka að ljúka gjaldfrjálsu byrjendanámskeiði hjá ykkur sem var snilld til þess að eiga farsælt taubleyjulíf og það verður aldrei aftur snúið, við erum að elska þetta. Ég er líka komin með fjölnota lekahlífar og dömubindi frá ykkur því ég fékk sjokk fyrstu dagana við tilhugsunina um allt sem væri að fara í ruslið. Þið eruð að gera frábæra hluti með litlu sætu búðinni ykkar og með því að fræða fólk. Við erum með ykkur í liði í team taubleyjur, let’s go!

Karfan þín

Karfan þín er tóm í augnablikinu.
Smelltu hér til að halda áfram að versla.