














Lúxus hybrid vasableyjur með tvöfaldri lærateygju - One Size
Vörulýsing
Hybrid vasableyjurnar frá gæðamerkinu Heritage Hug eru hannaðar með rakadrægni All-in-one bleyja í huga en með þægindi vasableyja og Ai2 bleyja í fyrirrúmi. Þessi bleyja er með tvöfaldri lærateygja (3D gusset) sem veitir jafnframt öflugri lekavörn og rýmra snið. Hægt er að taka innleggið úr, setja það í vasa eða smella því í bleyjuna eftir hentisemi. Þessar bleyjur eru einstaklega vandaðar, rakadrægar og algjört konfekt fyrir augað. Bleyjurnar passa flestum börnum frá fæðingu og þangað til þau læra á kopp (3,5-16kg)
Eiginleikar

Innlegg
Sporðlaga innleggjatunga úr hemp og lyocell
Fjögurra laga innleggjatunga úr hemp og lyocell blöndu sem veitir samlagt 8 lög af ofurrakadrægni þökk sé hempsins og dregur einnig hratt í sig vökva þökk sé lyocellsins.
Brjóttu innleggið saman í tvennt og eða jafnvel þrennt of stilltu rakadrægnina þar sem álagið er mest. Þannig geturðu fengið allt að 8 lög af súper rakadrægni tilvalið fyrir ofurpissara.
Efni
Skel - 100% Polyester TPU
Innra lag- Þú getur valið um AWJ (Atletic Wicking Jersey) og OCV (Organic Cotton Velour eða Lífrænn bómullarvelúr)
AWJ innra lag - 100% polyester
Athletic wicking jersey er mjög mikið notað í íþróttafatnað og kallast einnig „sportive mesh“ eða „coolmax“. Þetta efni andar mjög vel, barnið soðnar síður og líkur á útbrotum eru litlar. Þetta efni þornar hraðast af öllum. Hentar einnig mjög vel sem sundbleyja án innleggsins.
OCV innra lag - 80% Lífrænn bómull 20% Polyester
GOTS vottaður lífrænn bómullarvelúr er frábær valkostur fyrir foreldra sem vilja eingöngu hafa náttúruleg efni upp við húð barnsins. Einstaklega mjúkt og veglegt semi-dry efni. Þessi valkostur gefur bleyjunni eitt auka lag af rakadrægni en er lengur að þorna fyrir vikið. Hentar vel börnum sem eru með viðkvæma húð og viðkvæm fyrir gerviefnum.
„Fishtail“ Innlegg
Ytri lög 100% GOTS vottaður lífrænn bómull
Innri lög: Þrjú lög af bambus og polyester (80/20)
Þvottur og umhirða
Hefðbundinn taubleyjuþvottur. Sjá blogg Einföld þvottarútína til viðmiðunar.