



































Soft cover bleyjur (1.0) - Bambus/bómullar innlegg -OS
Þessi AIO bleyja er með smellanlegu bambus innleggi og búster er frá ástralska merkinu Bare and Boho og passar börnum frá 5-18kg.
Bleyjurnar eru lífrænar, vandaðar og skarta ofboðslega fallegum munstrum.
Ath: Þessar bleyjur flokkast sem AIO bleyjur vegna þess að hverja skel+innlegg er aðeins hægt að nota einusinni. Hægt er að smella innlegginu úr til þess að stytta þurrkutímann.
Notkunarleiðbeiningar
Notkunarleiðbeiningar fyrir næturkerfi

Efni
100% Endurunnið polyester + TPU Laminate
Breiðar og mjúkar teygjur
Einföld lærateygja
Innlegg
70% Bambus, 30% bómull + Microflís efsta lag sem er 100% polyester
Búster
Bambusbómullarblanda
4 lög af rakadrægu efni - 3 lög bambusbómullarblanda + 1 lag microflís (stay-dry)
Stundaglaslaga til að passa sem best í bleyjuna
Veitir viðbótarrakadrægni þegar notuð eru ofan á hefðbundin innlegg
Um merkið
Bare and Boho er ástralskt vörumerki sem framleiðir fjölnota nauðsynjavörur fyrir börn og konur. Vörurnar þeirra eru framleiddar í Kína, í Sedex vottuðum verksmiðjum til að tryggja hreinlæti og öruggar vinnuaðstæður starfsfólks. Allur textíll frá vörumerkinu era OEKO-TEX eða GOTs vottaður og öll mynstrin eru sköpuð af áströlskum listamönnum.