Ég get ekki peppað nýburapakkann nógu mikið! Svo ótrúlega veglegur svo að maður fær alvöru tilfinningu fyrir því að vera með taubleyjur (og sjá að það er ekkert mál). Bleyjurnar pössuðu allar svo vel á hann svona lítinn og snilld að fá poka og þurrkur með líka. Við höfum svo haldið áfram í taubleyjum eftir nýburapakkann og elskum allar vörurnar sem við höfum verslað hjá cocobutts (okkur finnst þær í alvöru betri en þær sem við höfum verslað annarsstaðar)
Svo eru Elín og April líka algjörir snillingar með heiðarlegar ráðleggingar og super snögga þjónustu, og kunna greinilega að velja aðeins topp vörur í verslunina sína!
Pepp, pepp og 5 stjörnur!