Fara yfir í aðalefni
Prufupakkinn
Prufupakkinn

Prufupakkinn

3.500 kr
Virðisaukaskattur innifalinn.

Vörulýsing

Prufupakkinn er fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í taui og langar að prófa kerfin og vörumerkin sem Cocobutts hefur upp á að bjóða áður en fjárfest er í taubleyjum endanlega.

Þeir sem leigja prufupakkann fá leiðbeiningabækling og afsláttarkóða fyrir næstu kaupum 
Foreldar geta notað hann um allt land en viðkomandi þarf að greiða sendingagjald á milli staða.

Hvað er í prufupakkanum?

Bleyjur

1x AIO frá La Petite Ourse + auka búster
1x AIO frá Elskbar + bambus innleggjatunga og búster
1x Ai2 wipeable cover frá Bare and Boho + 3ja laga bambus innlegg
1x Ai2 soft cover frá Bare and Boho + 3ja laga bambus innlegg og búster
1x Vasableyja frá Alva baby með suede innra lagi + 4ra laga bambusblandað innlegg
1x Vasableyja frá Alva baby með AWJ innra lagi + 4ra laga bambusblandað innlegg
1x Vasableyja frá Little Lamb með microflís innra lagi + 2x 3ja laga bambus innlegg
1x Ai2 skel frá Alva baby
1x Fitted bleyja frá Alva baby
1x Ai2 „Cover all“ skel frá Elskbar

Innlegg

1x 3ja laga bambus innlegg frá Alva baby
1x Trifold frá Little lamb úr hreinum bambus
1x 3ja laga bambus innlegg frá Bare and Boho
2x Hemp innlegg frá Bare and Boho
1x Trifold frá Bare and Boho
1x Prefold frá Alva baby
1x Hemp búster frá Little Lamb
1x Flísrenningur stærð 1 frá Little Lamb
1x Flísrenningur stærð 2 frá Little Lamb

Aukahlutir

1x Snappi
1x Lítill blautpoki með tveimur hólfum frá Little Lamb
1x Stór blautpoki með tveimur hólfum frá Little Lamb
5x Fjölnota þurrkur úr bambus frá Little Lamb
3x Fjölnota þurrkur úr bambus velúr frá La Petite Ourse
4x Fjölnota þurrkur úr bambus terry frá Poppets Baby

Hvernig virkar þetta?

Á dagatalinu hér á síðunni geturðu séð þær dagssetningar sem pakkinn er laus til leigu. Ef dagssetningarnar eru rauðar þýðir það að pakkinn er frátekinn.
Þú einfaldlega velur upphafsdagssetningu og dagatalið velur sjálfkrafa næstu 14 daga og tekur þá daga frá fyrir þig á meðan þú gengur frá pöntunninni.

Þú greiðir fyrir allan leigutímann fyrirfram og velur hvort þú viljir fá að sækja í Fjölskylduland eða fá heimsent eða afhent gegn gjaldi. Við sendum þér endursendingarmiða sem þú notar til að skila pakkanum í þeim tilfellum sem það á við.

Við sendum þér leiðbeiningar í tölvupósti um hvernig skal meðhöndla bleyjurnar þegar við uppfyllum pöntunina og afhendum þér pakkann.

Verð

Prufupakkinn - kr. 3500.

Eftir að pöntun hefur borist muntu fá leiðbeiningabækling sendan í tölvupósti.

Skil og afbókanir

Þú mátt afbóka pakkann með minnst þriggja daga fyrirvara og fá endurgreitt. Ef þú hættir við leiguna innan þriggja daga frá upphafsdagssetningu sem þú bókaðir fæst bókunin ekki endurgreidd.
Þeir dagar sem nýtast ekki fást ekki endurgreiddir á leigutímabilinu.

Leiguskilmálar

  *Með því að bóka pakkann samþykkir þú leiguskilmálana okkar.

  Customer Reviews

  Based on 2 reviews
  100%
  (2)
  0%
  (0)
  0%
  (0)
  0%
  (0)
  0%
  (0)
  N
  N.L.Z.J. (Reykjavik)
  Besta leiðin til að kynnast taubleyjum

  Finnst þetta concept svo mikil snilld!! Ég átti erfitt að hugsa mér að kaupa bleyju án þess að vera búin að prófa hana. Nú veit ég betur hverju ég er að leita að og hvað passar best á dóttur mína.

  Pakkinn er mjög veglegur, inniheldur margar bleyjur og nokkrar af sömu tegund svo þær gefa manni líka hugmynd um hversu margar bleyjur mig langar til að eiga upp á þægindi og þvottarútínu.

  Fylgir QR kóði með, með gagnlegum upplýsingum. Svo er Elín alveg frábær þegar það vakna upp spurningar og alltaf til í að leiðbeina eða hjálpa.

  Y
  Ylfa (Hafnarfjordur)
  Frábær leið til að kynnast taubleyjulífinu

  Okkur fannst alveg frábært að geta leigt prufupakka til að kynnast mismunandi týpum af bleyjum og skilja hvernig þetta virkar áður en maður fer að kaupa sér bleyjur sjálf. Síðan var alveg ómetanlegt að fá leiðbeiningar og útskýringar frá eigendunum um hvernig þetta allt virkar til að koma manni af stað. Alveg frábær leið fyrir þau sem eru óörugg að byrja og vilja vita um hvað málið snýst fyrst ☺️

  Karfan þín

  Karfan þín er tóm í augnablikinu.
  Smelltu hér til að halda áfram að versla.