





Nipplu- og varasalvi
Vörulýsing
Lanolínsmyrsl fyrir aumar geirvörtur, þurrar varir og á litla sæta bossa. Lanolín endurnærir og heilar húðina.
Notkunarleiðbeiningar
Fyrir aumar og sprungnar geirvörtur er gott að setja lítið magn af lanolíninu milli fingranna og bera á alla nippluna eftir brjóstagjöf. Það þarf ekki að þurrka salvann af fyrir næstu gjöf. Endurtaktu ferlið eins oft og þú þarft.
Lanolín er algjört undur sem hefur margþætta eiginleika. Endilega deildu með okkur hvernig þú notar lanolín!
Innihald og pakkningar
Í þessari vöru er hreinasta lanolín sem til er á markaðnum vottað til notkunar beint á húð.
Nipplu- og varasalvinn kemur í áldollu með skrúfloki
20ml
Efni
Lanolín
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.