



- Heim
- Vörusöfn
- Aukahlutir fyrir taubleyjur
- Álpumpa fyrir vökva
Álpumpa fyrir vökva
Vörulýsing
Fullkomin pumpa til að hafa á ferðinni eða til að hafa heima ef þig langar að bleyta fjölnota þurrkurnar jafnóðum frekar en að bleyta allar í einu og geyma í boxi eða blautpoka.
Þessi pumpa rúmar 125 ml af ilmmolalausn, tilvalinn í skiptitöskuna fyrir umhverfisvænar fjölskyldur á ferðinni.
Í brúsann er þægilegt að hafa soðið vatn eitt og sér eða ilmmolalausn.
Þrif
Hreinsaðu flöskuna með sápuvatni á milli áfyllinga.
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.