



- Heim
- Vörusöfn
- Allar vörur
- Taubleyjur fyrir byrjendur - netnámskeið
Taubleyjur fyrir byrjendur - netnámskeið
Verið velkomin til okkar á námskeiðið „Taubleyjur fyrir byrjendur“ sem fer fram á netinu mánaðarlega.
Námskeiðið er opið öllum núverandi og verðandi foreldrum sem hafa áhuga á taubleyjum og fjölnota lífsstíl.
Á námskeiðinu verður farið yfir alla helstu þætti sem þú þarft að vita til þess að koma þér af stað í tauinu og ekki bara byrja í taui heldur dafna í því líka!
ATH. Það er nóg að bóka eitt pláss fyrir fyrir hverja fjölskyldu.
Dagsskrá
- Afhverju þú ættir að íhuga taubleyjur fyrir barnið þitt
- Helstu gerðir, týpur og kerfi taubleyja
- Rútínu, þvott hugafar, skipulag og fyrirkomulag
- Svör við algengum spurningum sem varða t.d kúk, tau utan heimilisins, aukahluti og fl.
- Tau fyrir mömmu
Afsláttarkóði
Allir sem skrá sig og mæta fá veglegan afsláttarkóða sem gildir fyrir fyrstu kaupin hjá okkur.
Námskeiðið og tækifæri til að spyrja spurninga gaf mér frekara öryggi til að "þora" að panta næstu stærð og prófa mig áfram (eftir að hafa verið með nýburavasableyjur sem ég fékk notaðar). Mér fannst frábært að geta farið á netnámskeið, þar sem ég bý á Akureyri og kemst ekki í búðina sjálf til að skoða, snerta og spyrja þar. Tær snilld!
Þær koma efninu vel frá sér og gera taubleyjulífið vel skiljanlegt! Mæli með
Fràbært námskeið og dásamlegir eigendur. Elín og Apríl gera þetta svo skiljanlegt og auðvelt.
Ánægð að ég dreif mig á þetta námskeið því ég var búin að vera að hugsa um þetta lengi og mikla þetta fyrir mér en námskeiðið fékk mig til að finnast þetta aðeins minna mál og panta startpakka til að prófa.
Námskeið - Taubleyjur fyrir byrjendur
Námskeiðið og tækifæri til að spyrja spurninga gaf mér frekara öryggi til að "þora" að panta næstu stærð og prófa mig áfram (eftir að hafa verið með nýburavasableyjur sem ég fékk notaðar). Mér fannst frábært að geta farið á netnámskeið, þar sem ég bý á Akureyri og kemst ekki í búðina sjálf til að skoða, snerta og spyrja þar. Tær snilld!
Þær koma efninu vel frá sér og gera taubleyjulífið vel skiljanlegt! Mæli með
Fràbært námskeið og dásamlegir eigendur. Elín og Apríl gera þetta svo skiljanlegt og auðvelt.
Ánægð að ég dreif mig á þetta námskeið því ég var búin að vera að hugsa um þetta lengi og mikla þetta fyrir mér en námskeiðið fékk mig til að finnast þetta aðeins minna mál og panta startpakka til að prófa.
Námskeið - Taubleyjur fyrir byrjendur