Fara yfir í aðalefni

Örnámskeið fyrir byrjendur á ZOOM

Þann 20.03.22 kl 11.30-13:00 verðum við með opinn netfyrirlestur á ZOOM fyrir foreldra sem eru að taka sín fyrstu skref í tauinu. 
Örnámskeiðið er á ZOOM og er í 90 mínútur -  frítt er á námskeiðið!

Á fyrirlestrinum verður farið yfir alla helstu þætti sem þú þarft að vita til þess að koma þér af stað í tauinu og ekki bara byrja í taui heldur dafna í því líka!
Við förum yfir :
- Afhverju þú ættir að íhuga taubleyjur
- Helstu gerðir, týpur og kerfi taubleyja
- Rútínu, þvott hugafar, skipulag og fyrirkomulag
- Svör við algengum spurningum sem varða t.d kúk, tau utan heimilisins, aukahluti og fl.
Einnig verður smá gjafaleikur í gangi á meðan fyrirlestrinum stendur!
Við hvetjum alla foreldra að mæta! Hvort sem þú átt von á þér eða átt barn nú þegar í bleyju, en langar að byrja að nota tau.
Mjög mikilvægt er að skrá þig hér:
Ath takmarkaður sætafjöldi.
Vonum að sjá sem flesta!

Karfan þín

Karfan þín er tóm í augnablikinu.
Smelltu hér til að halda áfram að versla.