Fara yfir í aðalefni

Taubleyjur í leikskólann

Það er svo spennandi að byrja í leikskólanum!

Ásamt öðrum mikilvægum undirbúningi þurfa taubleyjuforeldrar að huga að bleyjunum og spyrja gjarnan hvernig best sé að hátta þessu þannig að fyrirkomulagið virki sem best fyrir alla aðila.  

Eru leikskólar og dagmömmur hlynnt taubleyjum yfir höfuð?

Þróunin í átt að taui er óumflýjanleg. Að neita taubleyjum er hugsunarháttur sem á heima í fortíðinni. Þetta er ekki spurning um hvort að allir leikskólar og dagforeldrar taka við taui heldur hvenær.  

Flestir leikskólar eiga ekki í neinum vandræðum með taubleyjur á meðan aðrir eru enn að mikla handtökin fyrir sér. Okkar skoðun er sú að ef við sem foreldrar kjósum heilbrigðari, ódýrari og umhverfisvænni lífsstíl fyrir börnin okkar þá þarf að virða þá ákvörðun. 

En jú, þetta krefst smá auka undirbúnings af hálfu foreldris – undirbúnings sem við erum klárlega í stakk búin til þess að tækla! 

Þetta snýst allt um samvinnu, vilja, skipulag og upplýsingaflæði.  Í raun er þetta líka gríðalegur ávinningur fyrir leikskóla lika því þetta minnkar sorp til muna og stuðlar að heilbrigðari kroppum. 

Hér eru nokkur ráð sem geta hjálpað bæði foreldrum og starfsmönnum leikskólans.   

 

Svona ferð þú að:

1. Tilkynntu að barnið þitt notar taubleyjur 

Gott er að senda tölvupóst eða ræða við starfsmenn. Opnaðu fyrir umræðuna og segðu frá fyrirkomulaginu þínu.  Hvert barn er auðvitað með sínar þarfir og hafa margir foreldrar tekið á það ráð að sýna sitt fyrirkomulag og hvernig þau gera hlutina í aðlöguninni.

 

2. Preppaðu bleyjur 

Sem dæmi höfum við séð að flestir foreldar setja fimm bleyjur í pokann og bæta síðan inn í eftir þörfum.

Einnig er það flott ráð að setja einnota liner í bleyjunar ef ske kynni að barnið kúkar - það auðveldar starfsmönnum handtökin og bleyjunar koma aðeins hreinni heim.

Þriðja preppið er að ganga frá bleyjunum þannig að þær eru smelltar/stilltar í þeirri stillingu sem barnið þitt notar. Þannig veit leikskólinn alltaf í hvaða stillingu bleyjan á að vera. 

 

3. Útvegaðu þér meðalstóran Pul Poka með tveimur hólfum

PUL pokinn er besti vinur þinn í tauinu og þetta á sérstaklega við í leikskólann. Hann heldur lykt og vætu í skefjum þannig að leikskólinn ætti aldrei að finna fyrir þeim óþægindum. Útvegaðu þér poka með tveimur hólfum - þannig er hægt að hámarka skipulagið í kringum taubleyjurnar og þær blandast ekkert saman. Eitt hólfið yrði þá fyrir hreinar bleyjur á meðan hitt er fyrir skítugt. 

Passaðu að taka síðan strax upp úr pokanum þegar heim er komið!


Gangi ykkur vel. 

Athugasemdir

Vertu fyrst/ur til að skrifa athugasemd

Karfan þín

Karfan þín er tóm í augnablikinu.
Smelltu hér til að halda áfram að versla.