Fletta yfir í aðalefni
Frí heimsending fyrir pantanir yfir 25.000 │ Hægt að greiða með netgíró og Pei

Tau og Kúkur

Tau og Kúkur
Ef þú ert foreldri þá eru allar líkur á því að þú kemst í námunda við barnakúk, hvort sem þú notast við taubleyjur eða ekki. Þetta blogg er um hvernig á að díla við það þegar náttúran kallar.
 
Sama lögmál gildir með barnakúk og þinn kúk : Kúkur á heima í klósettinu, en ekki í ruslinu.
 
1) Þegar barnið kúkar þá skaltu henda kúknum beint úr bleyjunni í klósettið. Það getur einnig verið hjálplegt að fjárfesta í þunnum hrís- eða bambus liner sem maður setur í bleyjuna. Þessi pappír er gerður til þess að grípa kúkinn. Það má ekki sturta þessum pappír niður. Ef þú notar pappír skaltu henda honum í ruslið og skola rest. Ef þú notar ekki pappír þá skaltu setja kúkinn í klósettið

2) Þú þarft að skola bleyjuna þar til að öll sjáanleg ummerki eru farin. Sumir eru með sér sprey-júnit til að skola en aðrir skola bara með sturtuhausnum í baðkarið.

3) Hafðu bleyjuna í sérdalli frá þeim sem ekki er búið að kúka í. Mörgum finnst gott að leyfa þeim dalli að vera fullann af köldu vatni.

4) Passaðu síðan að þvo hendur vel og spritta.

Þegar kemur að þvottinum...

1) Skaltu setja allar bleyjur saman í þvottavélina. Nærri allar taubleyjuleiðbeiningar segja að bleyjan þolir ekki þrif yfir 40°en af reynslunni að dæma þá þvo flestir foreldar á 60°, sérstaklega ef það er kúkableyja. En það er að sjálfsögðu undir þér komið.

2) Einfalda þvottarútínu má finna í þessu bloggi hér

3) Eftir að bleyjan er orðin hrein og þurr, skaltu endurtaka leikinn!

En hvað ef barn kúkar á ferðinni?...
 
Ef barn kúkar á ferðinni þá er um að gera að henda kúknum i klósett sem er nálægt þér. Yfirleitt skiptir maður á barni í einhverri aðstöðu þar sem klósett er, hvort sem maður er í taui eða ekki. Síðan eru flestar bleyjur með auka - smellum sem gerir þér kleyft að rúlla bleyjunni upp og loka síðan alveg. Gerðu það, geymdu hana og þrífðu síðan bleyjuna þegar heim er komið.

Gangi þér vel!

Halda áfram að lesa

Tau fyrir heilsuna

Tau fyrir heilsuna

Mismunandi innlegg í taubleyjur

Mismunandi innlegg í taubleyjur

Taubleyjur í leikskólann

Taubleyjur í leikskólann

Athugasemdir

Vertu fyrstur til að skilja eftir ummæli

Karfan þín

Karfan þín er tóm eins og er.
Smelltu hér til að halda áfram að versla.