Fara yfir í aðalefni

Tau og kúkur

Ef þú ert foreldri þá eru allar líkur á því að þú kemst í námunda við barnakúk, hvort sem þú notar taubleyjur eða ekki. Þetta blogg er um hvernig á að díla við kúk. 
 
Sama lögmál gildir með barnakúk og þinn eigin kúk :

Kúkur á heima í klósettinu, en ekki í ruslinu.
 
1.  Ef barn er á brjósti/formúlu er nóg að skola bleyjuna. Ef barn er á fastri fæðu skaltu henda kúknum beint úr bleyjunni í klósettið og skola rest.  Það getur einnig verið hjálplegt að fjárfesta í þunnum hrís- eða bambus liner sem þú leggur í bleyjuna. Þessi pappír er gerður til þess að grípa kúkinn. Það má ekki sturta þessum pappír niður. Ef þú notar pappír skaltu henda honum í ruslið og skola rest. 

2. Þú þarft að skola bleyjuna þar til að öll sjáanleg ummerki eru farin. Sumir eru með sér sprey-júnit til að skola en aðrir skola bara með sturtuhausnum í baðkarið. Einnig er hægt að nota þvottahússvaskinn. Þú ræður. 

3. Hafðu bleyjuna í sérdalli/hólfi frá þeim sem ekki er búið að kúka í. Allt fer þó saman í sömu vél á þvottadegi. 

4. Passaðu síðan að þvo hendur vel og spritta.

Þegar kemur að þvottinum...

1. Allar bleyjur fara saman í sömu vélina. Nærri allar taubleyjuleiðbeiningar segja að bleyjan þolir ekki þrif yfir 40°en af reynslunni að dæma þá þvo flestir foreldar á 60°, sérstaklega ef það er kúkableyja. En það er að sjálfsögðu undir þér komið. Við mælum með að þvo bleyjur á 60° til þess að drepa allar bakteríur.  

2. Einfalda þvottarútínu má finna í þessu bloggi hér

3. Eftir að bleyjan er orðin hrein og þurr skaltu endurtaka leikinn!

En hvað ef barn kúkar á ferðinni?...
 
Við skiptum yfirleitt á börnum á stað þar sem hefur aðgengi að klósetti. Ef barn kúkar á ferðinni skaltu henda kúk í klósettið og loka svo bleyjunni. Skolaðu hana á undan ef þú hefur tökin á því en annars þarftu að geyma bleyjuna lokaða í PUL pokanum þínum.
Ekki gleyma að taka bleyjuna úr pokanum þegar heim er komið! 

Gangi þér vel.

Athugasemdir

Vertu fyrst/ur til að skrifa athugasemd

Karfan þín

Karfan þín er tóm í augnablikinu.
Smelltu hér til að halda áfram að versla.