Fara yfir í aðalefni

Tau fyrir umhverfið

Vísindamenn eru einróma um að af einnota bleyjum stafar gífurleg umhverfisógn. Við vitum að við erum fyrir löngu komin yfir þolmörk plánetunnar þegar kemur að urðun, plasti í sjó og mengun. Með því að nota tau á börnin okkar drögum við úr heimilissorpi til muna. Sorpi sem er ekki hægt að endurvinna/nýta og sem endar í urðun næstu 250- 400 árin.
 
Það er í okkar höndum að stuðla að grænni og hreinni framtíð fyrir börnin okkar. Þau þurfa öruggt og hreint umhverfi til þess að vaxa og dafna í. Með því að henda ekki 6000-8000 bleyjum í jörðina erum við að taka stórt skref í átt að því markmiði.
 
Á Íslandi höfum við ekki sett upp viðunandi kerfi þar sem einnota bleyjur eru endurunnar og nýttar í t.d eldsneyti. Það er byrjað að gera þetta í öðrum norðulöndum en við erum ekki komin þangað. Sorpa er að huga að þessum uppsetningum. Þangað til enda bleyjur enþá í urðun, staðir sem eru hannaðir til þess að geyma sorp - ekki eyða því. Úrgangurinn fær þar kjörið tækifæri til þess að sýkja land og vatn í kring.
 
Þetta dæmi á við ef að öll börn fædd á árunum 2019-2021 notuðu einnota bleyjur. Sem betur fer fyrir jörðina okkar þá er þetta ekki rauntala. Hér fyrir neðan ætla ég að sýna ykkur hvernig talan lækkar eftir því sem taubleyjunotkun eykst. 
Urðaðar bleyjur fara úr 76,137,500 yfir í 60,907,000 á 2,5 árum ef taubleyjunotkun er 20%.
Urðaðar bleyjur fara úr 76,137,500 yfir í 38,071,000 á 2,5 árum ef taubleyjunotkun er 50%.
Urðaðar bleyjur fara úr 76,137,500 yfir í 15,229,500 á 2,5 árum ef taubleyjunotkun er 80%.
Ég veit ekki um ykkur en þetta er þróun sem ég vil sjá verða að veruleika!

Grein uppfærð 11.02.2023 - Árný Þöll Ómarsdóttir

Athugasemdir

Vertu fyrst/ur til að skrifa athugasemd

Karfan þín

Karfan þín er tóm í augnablikinu.
Smelltu hér til að halda áfram að versla.