Fara yfir í aðalefni

Tau fyrir blæðingar

Fyrst þú ert að lesa þetta ætla ég að áætla að þú hafir áhuga á að fræðast um fjölnota lausnir á blæðingum.

Takk!

Fjölnota bindi festast ekki við húðina, þau lykta minna og stuðla að heilbrigðari bakteríuflóru þarna niðri.

Bindi frá Bare & Boho

Ég keypti fyrst fjölnota bindi eftir fæðingu yngsta barnsins míns og það eina sem ég sá eftir við það var að hafa ekki prufað það fyrr!

Ég var laus við þessa plast-svita tilfinningu og mér til mikillar undrunar þá tóku þau við mun meira en mig grunaði, alls ekki minna en þessar últra bleyjustærðir sem fást uppá fæðingardeild.
Þetta var allt mun minna bras en ég hélt að það yrði!

Flest fjölnota bindi á markaði í dag er úr vatnsheldu PUL efni yst sem situr við nærbuxurnar og heldur öllu frá þeim.
Næst er rakadrægt lag, oft bambus, bómull, hemp, míkrófíber eða blanda úr þessum efnum.
Næst húðinni er svo míkróflís, bómullarflís, bambusvelúr, wicking jersey eða annað efni sem andar vel en heldur raka frá þér.
Þau eru svo fest í, þægilegast finnst mér að hafa tvær smellur á þeim svo ég geti stillt stærðina eftir því hvernig þau passa, en það eru til útfærslur með frönskum rennilás, krækjum og ýmsu fleira.

Ég ætla nefna hér fyrir neðan nokkra almenna kosti og galla fjölnota binda.

Kostir:

⦁ Ódýrari til lengri tíma
⦁ Ekki eins mikið af efnum
⦁ Mun umhverfisvænni, bæði í notkun og framleiðslu
⦁ Alltaf til staðar
⦁ Taka oft við meira magni en einnota
⦁ Engin plast-tilfining
⦁ Mun minni klof-sviti
⦁ Mun minni lykt
⦁ Mun minni líkur á sveppasýkingu
⦁ Mun minni líkur á útbrotum (t.d. eftir nudd, rakstur o.fl)
⦁ Engin ruslafata með illa lyktandi bindum sem þarf að tæma af baðinu
⦁ Þú sleppir við hljóðin í plastumbúðum utan af einnota vörum á almenningssalernum
⦁ Margir (þ.á.m. ég) taka eftir styttri blæðingatíma, léttara flæði og minni verkjum!
⦁ Þau eru svo sæt!!

Gallar:

⦁ Startkostnaðurinn er meiri
⦁ Tímafrekt að þvo og þurrka
⦁ Þau eru þykkari 
⦁ Ekki eins auðfáanleg (hoppar ekki út í næstu sjoppu og kaupir taubindi, því miður)
⦁ Það þarf sérstaka þvottarútínu ef sveppasýking eða annað er til staðar
⦁ Þau geta færst meira til en fjölnota (röng stærð af nærfatnaði er yfirleitt um að kenna)
⦁ Þau eru ekki eins fyrirferðalítil að ferðast með og fjölnota
Stærsti gallinn er samt hversu fáir láta reyna á þetta!

Taubindi - túrbuxur

Þvottur

Það alls ekki eins hræðilegt og margir ímynda sér að þvo taubindi.
Það er hægt að nota sömu rútínu og með taubleyjurnar.
Aðal málið er að skola með köldu (afþví heitt vatn festir blóðbletti í efnum) og þvo svo á 40-60° án mýkingarefna.
Það er annaðhvort hægt að skola í höndunum eða henda bara í skolhring í þvottavélinni (það fer samt best með þau að skola eftir hverja notkun)
Þau þola að fara á lágan hita í þurrkarann, en þau endast lengur ef þau eru hengd til þerris.

Yfirleitt er talað um að fjölnota bindi endist í 3-5 ár, en með réttri umönnun geta þau enst mikið lengur!

Gangi þér vel! 

Vöruúrval Cocobutts

Athugasemdir

Vertu fyrst/ur til að skrifa athugasemd

Karfan þín

Karfan þín er tóm í augnablikinu.
Smelltu hér til að halda áfram að versla.