Hvernig á að setja taubleyjur á barn | Kennslumyndband
Höfundur Elín Kristjánsdóttir
Höfundur Elín Kristjánsdóttir
Ég byrjaði í taui með annað barn fyrir algjöra slysni þegar ég fann Cocobutts á popup markaði. Ég var kasólétt og sá fullt af krúttlegum bleyjum sem dró mig að ykkur í mjög fróðlegt og skemmtilegt spjall. Ég vissi ekki að taubleyjur væru búnar að þróast svona mikið en ég er all in fyrir allt sem er fjölnota til þess að vernda umhverfið okkar. Ég hugsaði mig ekki tvisvar um og keypti startpakka og bókaði leigu á nýburableyjupakka frá fæðingardegi barnsins sem var sendur heim kvöldið sem við komum heim frá fæðingarheimilinu. Nýburableyjurnar komu sér súper vel því þær pössuðu mikið betur og eru líka svo krúttlegar og kósý á svona pínulítin bossa. Við notuðum þær þar til hún var 6 vikna en þá skiluðum við þeim og byrjuðum að nota startpakkann sem er mjög skemmtilegur því í honum eru mörg mismunandi kerfi sem við erum að prófa og sjá hvað virkar best á litla krúttbossann okkar. Bossinn er laus við roða og það kemur varla fyrir að það leki og einfalt að þrífa og ganga frá. Við prófuðum aðeins einnota þegar við fórum í ferðalag og í langa heimsókn og komumst að því að þær leka frekar og það kom strax roði á bossann (man það líka með fyrra barnið að það var miklu oftar roði á bossanum). Ég var fyrst smá stressuð að þetta væri flókið að læra fyrir okkur foreldrana en þetta var ekkert mál og þið eruð líka svo góðar að útkýra allt bæði á heimasíðunni og í símann eitt skiptið þegar ég þurfti hjálp. Núna áðan var ég líka að ljúka gjaldfrjálsu byrjendanámskeiði hjá ykkur sem var snilld til þess að eiga farsælt taubleyjulíf og það verður aldrei aftur snúið, við erum að elska þetta. Ég er líka komin með fjölnota lekahlífar og dömubindi frá ykkur því ég fékk sjokk fyrstu dagana við tilhugsunina um allt sem væri að fara í ruslið. Þið eruð að gera frábæra hluti með litlu sætu búðinni ykkar og með því að fræða fólk. Við erum með ykkur í liði í team taubleyjur, let’s go!
Athugasemdir