Haltu bleyjunum þínum í topp standi með þessum ráðum
Það er almennt sagt að ef að við hugsum vel um bleyjurnar okkar þá ættu þær að endast í gegnum 2-3 bleyjutímabil.
En hvað þýðir að „hugsa vel um bleyjurnar?“ annað en að passa uppá þvottarútínu?
Hér eru nokkur ráð sem hjálpa okkur að fullnýta endingartíma bleyjunnar og jafnvel lengur ef við erum heppin.
1. Hengdu þær upp í stað þess að setja þær í þurrkara
Það má þurrka bleyjur á lágum hita en hengdu þær samt upp ef þú hefur tök á því. Eins er með föt yfir höfuð, það er betra fyrir vöruna ef hún fer ekki of oft í þurrkara.
2. Notaðu þvottanet
Innlegg úr náttúrulegum efnum þrífast betur í þvottaneti sem verndar þau frá öðrum hlutum í vélinni. Að þvo bleyjur í þvottaneti lengir líftíma bleyjunnar til muna þar sem að pokinn getur komið í veg fyrir slit og að göt myndist á bleyjunni.
Verslaðu þvottanetið þitt hér.
3. Settu þær út í sólina þegar þú getur
Sólin gerir kraftaverk fyrir bletti og er frábær náttúruleg leið til að gera þær hvítar
4. Ekki nota mýkingarefni eða þvottaefni með ensýmum
Mýkingarefni gera bleyjuna vatnshelda. Ensým eru efni sem eiga að „bústa“ frammistöðu þvottaefnisins en það getur verið of mikið fyrir taubleyjur.
5. Haltu djúphreinsun í lágmarki
Það er rosalegt álag á alla hluta bleyjunnar að fara í gegnum djúphreinsun. Við vitum þó að stundum sé nauðsynlegt að gera djúphreinsun en reyndu frekar að hafa þvottarútínuna í lagi og djúphreinsanir í lágmarki
6. Ekki gleyma að loka riflásnum!
Ef þú gleymir að loka flipunum geta þeir krækst í annað í vélinni og rifið aðrar bleyjur
7. Þegar þú opnar smellur, opnaðu þá smelluna sjálfa en ekki rífa í bleyjuna
Við höfum séð foreldra rífa bleyjur af barninu án þess að opna frá smellunum sjálfum. Þetta getur myndað göt og jafnvel rifið smellurnar úr stað. Endilega bentu á þetta sérstaklega þegar barnið fer í pössun eða á leikskóla.
8. Skolaðu þær á hverjum degi til að koma í veg fyrir lykt og sýruuppsöfnun
Sýrur verið sterkar í úrgangi. Reyndu þitt besta til að skola það mesta úr bleyjunum á hverjum degi áður þú geymir þær. Sýrur geta myndað bletti og jafnvel gert göt í gegnum innlegg og innri lög bleyjunnar.
9. Ekki geyma þær í vatni
Lengi hefur verið mýta að það sé í lagi að geyma bleyjur í íláti með vatni. Við mælum gegn þessu því þetta hefur áhrif á teygjur og skeljar til lengri tíma. Betra er að skola bleyjuna vel og geyma þær á þurrum stað með opnu loftflæði
9. Notaðu lænera – sérstaklega ef þú þarft að nota krem með zinc
Það er almennt vitað að Zinc gerir bleyjur vatnsheldar og getur farið illa með þær. En stundum er ekkert annað í stöðunni en að nota Zinc og í þeim tilfellum eru einnota lænerar snilld! Settu eitt blað af læner í bleyjuna og hentu honum síðan eftir notkun. Þetta skapar vörn á milli bleyjunnar og kremsins.
ATH að aldrei má sturta lænerum í klósettið því þeir geta stíflað klósettið. Hentu þeim í ruslatunnuna.
Verslaðu linerana þína hér
Athugasemdir